Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 20:00 Megan Rapinoe í sigurskrúðgöngunni í New York. Getty/Brian Ach Arnar Björnsson fór betur yfir magnað ár hjá hinni bandarísku Megan Rapinoe sem á árinu 2019 vann allar viðurkenningar sem hún gat unnið á þessu magnaða ári sínu. Þar á meðal er Gullboltann sem hún fékk í gær. Það kom fáum á óvart að Megan Rapinoe fyrirliði bandaríska landsliðsins yrði valinn besta knattspyrnukona heims. Hún fór fyrir liðinu sem vann heimsmeistaratitilinn og skoraði 6 mörk í keppninni. Rapinoe er ekki dæmigerða íþróttakona sem lætur verkin tala á vellinum. Hún er ötull liðsmaður í baráttu fyrir mannréttindum. Hún stóð í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið vegna þess að sambandið borgaði knattspyrnukörlum meira en konunum. Rapinoe neitaði að sækja Donald Trump heim í Hvíta húsið eftir sigurinn á HM Norski framherjinn, Ada Hegerberg, sem spilar með Lyon í Frakklandi varð í fjórða sæti í valinu á bestu knattspyrnukonu heims, hún vann gullboltann í fyrra. Hún segir að Megan Rapinoe hafi verið frábær á heimsmeistaramótinu. Hún er ekki bara góð í fótbolta heldur eru áhrif hennar á íþróttina mikil. Hegerberg segir að Rapinoe hafi farið með kvennafótboltann í rétta átt. „Hún er ekki hrædd við að segja sína skoðun. Hún talar ekki um sjálfa sig heldur okkur allar sem eru í fótboltanum. Hún er ófeimin við að segja sína skoðun sem er ekki alltaf sjálfgefið þegar menn standa á hátindi ferilsins. Við getum lært margt af henni“.Lokastaðan í kjöri kvenna um Gullboltann: 1. Megan Rapinoe (Reign FC, Bandaríkin) 2. Lucy Bronze (Lyon, England) 3. Alex Morgan (Orlando Pride, Bandaríkin) 4. Ada Hegerberg (Lyon, Noregur) 5. Vivianne Miedema (Arsenal, Holland) 6. Wendie Renard (Lyon, Frakkland) 7. Sam Kerr (Chelsea, Ástralía) 8. Rose Lavelle (Washington Spirit, Bandaríkin) 9. Ellen White (Manchester City, England) 10. Dzsenifer Marozsan (Lyon, Þýskaland) 11. Amandine Henry (Lyon, Frakkland) 12. Sari van Veenendaal (Atletico Madrid, Holland) 13. Tobin Heath (Portland Thorns, Bandaríkin) 14. Pernille Harder (Wolfsburg, Danmörk) 15. Lieke Martens (Barcelona, Holland) 16. Kosovare Asllani (Tacon, Svíþjóð) 17. Nilla Fischer (Linköpings, Svíþjóð 18. Marta (Orlando Pride, Brasilía) 19. Sofia Jakobsson (Tacon, Svíþjóð) 20. Sarah Bouhaddi (Lyon, Frakkland) Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um kjör Megan Rapinoe í gær.Klippa: Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt HM 2019 í Frakklandi Sportpakkinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira
Arnar Björnsson fór betur yfir magnað ár hjá hinni bandarísku Megan Rapinoe sem á árinu 2019 vann allar viðurkenningar sem hún gat unnið á þessu magnaða ári sínu. Þar á meðal er Gullboltann sem hún fékk í gær. Það kom fáum á óvart að Megan Rapinoe fyrirliði bandaríska landsliðsins yrði valinn besta knattspyrnukona heims. Hún fór fyrir liðinu sem vann heimsmeistaratitilinn og skoraði 6 mörk í keppninni. Rapinoe er ekki dæmigerða íþróttakona sem lætur verkin tala á vellinum. Hún er ötull liðsmaður í baráttu fyrir mannréttindum. Hún stóð í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið vegna þess að sambandið borgaði knattspyrnukörlum meira en konunum. Rapinoe neitaði að sækja Donald Trump heim í Hvíta húsið eftir sigurinn á HM Norski framherjinn, Ada Hegerberg, sem spilar með Lyon í Frakklandi varð í fjórða sæti í valinu á bestu knattspyrnukonu heims, hún vann gullboltann í fyrra. Hún segir að Megan Rapinoe hafi verið frábær á heimsmeistaramótinu. Hún er ekki bara góð í fótbolta heldur eru áhrif hennar á íþróttina mikil. Hegerberg segir að Rapinoe hafi farið með kvennafótboltann í rétta átt. „Hún er ekki hrædd við að segja sína skoðun. Hún talar ekki um sjálfa sig heldur okkur allar sem eru í fótboltanum. Hún er ófeimin við að segja sína skoðun sem er ekki alltaf sjálfgefið þegar menn standa á hátindi ferilsins. Við getum lært margt af henni“.Lokastaðan í kjöri kvenna um Gullboltann: 1. Megan Rapinoe (Reign FC, Bandaríkin) 2. Lucy Bronze (Lyon, England) 3. Alex Morgan (Orlando Pride, Bandaríkin) 4. Ada Hegerberg (Lyon, Noregur) 5. Vivianne Miedema (Arsenal, Holland) 6. Wendie Renard (Lyon, Frakkland) 7. Sam Kerr (Chelsea, Ástralía) 8. Rose Lavelle (Washington Spirit, Bandaríkin) 9. Ellen White (Manchester City, England) 10. Dzsenifer Marozsan (Lyon, Þýskaland) 11. Amandine Henry (Lyon, Frakkland) 12. Sari van Veenendaal (Atletico Madrid, Holland) 13. Tobin Heath (Portland Thorns, Bandaríkin) 14. Pernille Harder (Wolfsburg, Danmörk) 15. Lieke Martens (Barcelona, Holland) 16. Kosovare Asllani (Tacon, Svíþjóð) 17. Nilla Fischer (Linköpings, Svíþjóð 18. Marta (Orlando Pride, Brasilía) 19. Sofia Jakobsson (Tacon, Svíþjóð) 20. Sarah Bouhaddi (Lyon, Frakkland) Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um kjör Megan Rapinoe í gær.Klippa: Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt
HM 2019 í Frakklandi Sportpakkinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira