Strætó og rúta full af ferðamönnum út af veginum í Hveradalabrekku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2019 10:12 Frá Hellisheiði í morgun. Vísir/Jói K Leið 51 hjá Hópbílum sem ekur fyrir Strætó frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og rúta full af ferðamönnum lentu í hremmingum á leiðinni austur Hellisheiði í morgun. Strætisvagninn fór út af veginum rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun. Einn farþegi var í vagninum til viðbótar við bílstjórann en hvorugur slasaðist. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var pantaður leigubíll fyrir farþegann frá Hveragerði til að flytja farþegann, sem var á hraðferð, austur á Selfoss. Unnið er að því að koma vagninum aftur upp á veginn. Þá fór rúta Reykjavík Sightseeing út af sama vegi, um 100 metra frá en bæði er hvasst og hált á heiðinni. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru í rútunni en enginn slasaður.Fréttin var uppfærð 10:34 með upplýsingum um rútuna sem fór út af. Í fyrri útgáfu sagði að rútan væri á vegum Reykjavík Excursions. Beðist er velvirðingar á þessu.Rúta með ferðamenn fór útaf veginum.Vísir/JóiKFærð og aðstæður af vef Vegagerðarinnar klukkan 9:42.Suðvesturland: Víða greiðfært en hálka er á Hellisheiði, á Mosfellsheiði og í Kjós en hálkublettir á Þrengslum. Krýsuvíkurvegur og Bláfjallavegur eru ófærir. Flughálka er á Kjósarskarði og á Vatnsleysuströnd. Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja víðast hvar. Þungfært er um Brattabrekku en ófært er um Álftafjörð. Vestfirðir: Víðast hvar hálka eða snjóþekja. Hvasst er víða og nokkur skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdán og á hálsunum í Reykhólasveit. Þungfært er á Bjarnarfjarðarhálsi en ófært er um Klettsháls. Norðurland: Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum. Éljagangur er í Eyjafirði og upp á Öxnadalsheiði. Þæfingur er í Dalsmynni. Norðausturland: Hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og víða skafrenningur. Þæfingur er á Hófaskarði og Hálsum en þungfært er á kafla innansveitar í Vopnafirði. Ófært er um Hólasand. Austurland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar. Snjóþekja og éljagangur eða snjókoma ásamt töluverðum vindi er suður með ströndinni. Þungfært er á Jökuldalsvegi efri og á Skriðdalsvegi (937).Á Hellisheiði í morgun.Vísir/Kristófer Samgöngur Veður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Leið 51 hjá Hópbílum sem ekur fyrir Strætó frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og rúta full af ferðamönnum lentu í hremmingum á leiðinni austur Hellisheiði í morgun. Strætisvagninn fór út af veginum rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun. Einn farþegi var í vagninum til viðbótar við bílstjórann en hvorugur slasaðist. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var pantaður leigubíll fyrir farþegann frá Hveragerði til að flytja farþegann, sem var á hraðferð, austur á Selfoss. Unnið er að því að koma vagninum aftur upp á veginn. Þá fór rúta Reykjavík Sightseeing út af sama vegi, um 100 metra frá en bæði er hvasst og hált á heiðinni. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru í rútunni en enginn slasaður.Fréttin var uppfærð 10:34 með upplýsingum um rútuna sem fór út af. Í fyrri útgáfu sagði að rútan væri á vegum Reykjavík Excursions. Beðist er velvirðingar á þessu.Rúta með ferðamenn fór útaf veginum.Vísir/JóiKFærð og aðstæður af vef Vegagerðarinnar klukkan 9:42.Suðvesturland: Víða greiðfært en hálka er á Hellisheiði, á Mosfellsheiði og í Kjós en hálkublettir á Þrengslum. Krýsuvíkurvegur og Bláfjallavegur eru ófærir. Flughálka er á Kjósarskarði og á Vatnsleysuströnd. Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja víðast hvar. Þungfært er um Brattabrekku en ófært er um Álftafjörð. Vestfirðir: Víðast hvar hálka eða snjóþekja. Hvasst er víða og nokkur skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdán og á hálsunum í Reykhólasveit. Þungfært er á Bjarnarfjarðarhálsi en ófært er um Klettsháls. Norðurland: Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum. Éljagangur er í Eyjafirði og upp á Öxnadalsheiði. Þæfingur er í Dalsmynni. Norðausturland: Hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og víða skafrenningur. Þæfingur er á Hófaskarði og Hálsum en þungfært er á kafla innansveitar í Vopnafirði. Ófært er um Hólasand. Austurland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar. Snjóþekja og éljagangur eða snjókoma ásamt töluverðum vindi er suður með ströndinni. Þungfært er á Jökuldalsvegi efri og á Skriðdalsvegi (937).Á Hellisheiði í morgun.Vísir/Kristófer
Samgöngur Veður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira