„Hættið að kúga þá sem eiga ekkert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 16:10 Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segir flokkinn á móti veggjöldum. VÍSIR/VILHELM Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, gerði samgönguáætlun og fyrirhuguð veggjöld að umræðuefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Alþingi ræðir nú samgönguáætlun og tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að innheimta veggjöld. Veggjöldin eru umdeild og hafa einhverjir haldið því sjónarmiði á lofti að þau munu koma sér sérstaklega fyrir tekjulága sem hafa nú þegar lítið á milli handanna. Þeirra á meðal er Inga og ítrekaði hún þetta sjónarmið sitt í ræðu sinni í dag. „Staðreyndin er sú að það er endalaust leitað hér logandi ljósi að auka álögum á almenning. Almenning sem í rauninni er skattlagður í sárri fátækt. Fólkið okkar sem er að greiða skatta sem er með tekjur langt undir 300 þúsund krónum útborgað á mánuði,“ sagði Inga og hélt áfram: „Á árinu 2019 verður ríkissjóður af sjö milljörðum vegna 63 prósenta lækkunar á hinum svokallaða bankaskatti. Hér er ég að tala um forgangsröðun fjármuna virðulegi forseti. Á árinu 2019 mun lækkun veiðigjalda lækka tekjur ríkissjóðs um 4,3 milljarða króna. Lækkun sem sérstaklega mun nýtast stórútgerðinni. Bara þetta tvennt skerðir tekjur ríkissjóðs um 11,3 milljarða á árinu. Þetta fé mátti nota í þágu allra landsmanna til uppbyggingar á hinu niðurnídda samgöngukerfi í stað þess að taka erlend lán og senda síðan reikninginn.“ Hún sagði að Flokkur fólksins segði nei við vegsköttum. „Hættið að kúga þá sem eiga ekkert. Sækið fjármagnið þangað sem það er að finna. Það er hin eina rétta forgangsröðun. Flokkur fólksins mótmælir harðlega þeirri grímulausu hagsmunagæslu sem ríkisstjórnin rekur til verndar þeim sem allt eiga á kostnað þeirra eiga ekkert. Bankarnir hafa efni á að greiða bankaskattinn, stórútgerðin hefur efni á að borga fullt verð fyrir aðgang að auðlindinni okkar. Fátækt fólk hefur ekki efni á að borga vegskatta eða fleiri gjöld eða nokkuð annað sem eykur við greiðslubyrði þeirra sem er óyfirstíganleg nú þegar,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Flokkur fólksins Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, gerði samgönguáætlun og fyrirhuguð veggjöld að umræðuefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Alþingi ræðir nú samgönguáætlun og tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að innheimta veggjöld. Veggjöldin eru umdeild og hafa einhverjir haldið því sjónarmiði á lofti að þau munu koma sér sérstaklega fyrir tekjulága sem hafa nú þegar lítið á milli handanna. Þeirra á meðal er Inga og ítrekaði hún þetta sjónarmið sitt í ræðu sinni í dag. „Staðreyndin er sú að það er endalaust leitað hér logandi ljósi að auka álögum á almenning. Almenning sem í rauninni er skattlagður í sárri fátækt. Fólkið okkar sem er að greiða skatta sem er með tekjur langt undir 300 þúsund krónum útborgað á mánuði,“ sagði Inga og hélt áfram: „Á árinu 2019 verður ríkissjóður af sjö milljörðum vegna 63 prósenta lækkunar á hinum svokallaða bankaskatti. Hér er ég að tala um forgangsröðun fjármuna virðulegi forseti. Á árinu 2019 mun lækkun veiðigjalda lækka tekjur ríkissjóðs um 4,3 milljarða króna. Lækkun sem sérstaklega mun nýtast stórútgerðinni. Bara þetta tvennt skerðir tekjur ríkissjóðs um 11,3 milljarða á árinu. Þetta fé mátti nota í þágu allra landsmanna til uppbyggingar á hinu niðurnídda samgöngukerfi í stað þess að taka erlend lán og senda síðan reikninginn.“ Hún sagði að Flokkur fólksins segði nei við vegsköttum. „Hættið að kúga þá sem eiga ekkert. Sækið fjármagnið þangað sem það er að finna. Það er hin eina rétta forgangsröðun. Flokkur fólksins mótmælir harðlega þeirri grímulausu hagsmunagæslu sem ríkisstjórnin rekur til verndar þeim sem allt eiga á kostnað þeirra eiga ekkert. Bankarnir hafa efni á að greiða bankaskattinn, stórútgerðin hefur efni á að borga fullt verð fyrir aðgang að auðlindinni okkar. Fátækt fólk hefur ekki efni á að borga vegskatta eða fleiri gjöld eða nokkuð annað sem eykur við greiðslubyrði þeirra sem er óyfirstíganleg nú þegar,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Flokkur fólksins Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04
Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42