Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2019 17:42 Talsmaður meirihluta samgöngunefndar segir að framlög til nýframkvæmda og viðhalds í vegakerfinu muni tvöfaldast á næstu árum samþykki Alþingi að taka upp veggjöld. Minnihlutinn telur meirihlutann hins vegar hafa afvegaleitt umræðuna með hugmyndum sínum um veggjöld. Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. Þar eru til umræðu breytingartillögur meirihlutans um að tekin verði upp veggjöld á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel í öllum jarðgöngum landsins. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögum meirihlutans, sem fulltrúi Miðflokksins skrifar einnig undir, og sagði veggjöld geta flýtt nauðsynlegum framkvæmdum, aukið umferðaröryggi og stytt ferðatíma.„Verði sú stefna að veruleika sem hér er mörkuð þá er það alveg ljóst að við erum að stíga stærri skref í eflingu samgöngukerfisins sem stigin hafa verið á Íslandi en nokkru sinni áður að ég tel að hægt sé að fullyrða. Það munu bætast við nánast tvöföldun þegar að sú leið verður komin í farveg sem hér er farið yfir,” sagði Jón. Minnihlutinn segir stjórnvöld hafa vanrækt uppbyggingu vegakerfisins á undanförnum uppgangsárum í ferðaþjónustu. Samgönguáætlun væri ekki full fjármögnuð eins og meirihlutinn héldi fram. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að enda ætti samgönguráðherra eftir að leggja fram frumvarp um veggjöldin á vorþingi og endurnýjaða samgönguáætlun í næsta haust. Hægt væri að fjármagna þessi verkefni með öðrum hætti.„Minnihlutinn telur ótímabæra og skyndilega umræðu meirihlutans um veggjöld hafa komið í veg fyrir faglega vinnu nefndarinnar við samgönguáætlun til fimm og fimmtán ára. Skyndilegar hugmyndir meirihlutans breyttu þeirri vinnu sem nefndin var í og laut að því að kanna afstöðu landshluta og sveitarfélaga til framkvæmda og forgangsmála á svæðunum,” sagði Helga Vala. Síðari umræða um samgönguáætlanirnar stendur væntanlega fram á kvöld og ekki víst að henni ljúki fyrr en á morgun. Þá á eftir að greiða atkvæði sem annað hvort gerist að lokinni umræðu á morgun eða á fimmtudag. Vegtollar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Talsmaður meirihluta samgöngunefndar segir að framlög til nýframkvæmda og viðhalds í vegakerfinu muni tvöfaldast á næstu árum samþykki Alþingi að taka upp veggjöld. Minnihlutinn telur meirihlutann hins vegar hafa afvegaleitt umræðuna með hugmyndum sínum um veggjöld. Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. Þar eru til umræðu breytingartillögur meirihlutans um að tekin verði upp veggjöld á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel í öllum jarðgöngum landsins. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögum meirihlutans, sem fulltrúi Miðflokksins skrifar einnig undir, og sagði veggjöld geta flýtt nauðsynlegum framkvæmdum, aukið umferðaröryggi og stytt ferðatíma.„Verði sú stefna að veruleika sem hér er mörkuð þá er það alveg ljóst að við erum að stíga stærri skref í eflingu samgöngukerfisins sem stigin hafa verið á Íslandi en nokkru sinni áður að ég tel að hægt sé að fullyrða. Það munu bætast við nánast tvöföldun þegar að sú leið verður komin í farveg sem hér er farið yfir,” sagði Jón. Minnihlutinn segir stjórnvöld hafa vanrækt uppbyggingu vegakerfisins á undanförnum uppgangsárum í ferðaþjónustu. Samgönguáætlun væri ekki full fjármögnuð eins og meirihlutinn héldi fram. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að enda ætti samgönguráðherra eftir að leggja fram frumvarp um veggjöldin á vorþingi og endurnýjaða samgönguáætlun í næsta haust. Hægt væri að fjármagna þessi verkefni með öðrum hætti.„Minnihlutinn telur ótímabæra og skyndilega umræðu meirihlutans um veggjöld hafa komið í veg fyrir faglega vinnu nefndarinnar við samgönguáætlun til fimm og fimmtán ára. Skyndilegar hugmyndir meirihlutans breyttu þeirri vinnu sem nefndin var í og laut að því að kanna afstöðu landshluta og sveitarfélaga til framkvæmda og forgangsmála á svæðunum,” sagði Helga Vala. Síðari umræða um samgönguáætlanirnar stendur væntanlega fram á kvöld og ekki víst að henni ljúki fyrr en á morgun. Þá á eftir að greiða atkvæði sem annað hvort gerist að lokinni umræðu á morgun eða á fimmtudag.
Vegtollar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent