Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2019 17:42 Talsmaður meirihluta samgöngunefndar segir að framlög til nýframkvæmda og viðhalds í vegakerfinu muni tvöfaldast á næstu árum samþykki Alþingi að taka upp veggjöld. Minnihlutinn telur meirihlutann hins vegar hafa afvegaleitt umræðuna með hugmyndum sínum um veggjöld. Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. Þar eru til umræðu breytingartillögur meirihlutans um að tekin verði upp veggjöld á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel í öllum jarðgöngum landsins. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögum meirihlutans, sem fulltrúi Miðflokksins skrifar einnig undir, og sagði veggjöld geta flýtt nauðsynlegum framkvæmdum, aukið umferðaröryggi og stytt ferðatíma.„Verði sú stefna að veruleika sem hér er mörkuð þá er það alveg ljóst að við erum að stíga stærri skref í eflingu samgöngukerfisins sem stigin hafa verið á Íslandi en nokkru sinni áður að ég tel að hægt sé að fullyrða. Það munu bætast við nánast tvöföldun þegar að sú leið verður komin í farveg sem hér er farið yfir,” sagði Jón. Minnihlutinn segir stjórnvöld hafa vanrækt uppbyggingu vegakerfisins á undanförnum uppgangsárum í ferðaþjónustu. Samgönguáætlun væri ekki full fjármögnuð eins og meirihlutinn héldi fram. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að enda ætti samgönguráðherra eftir að leggja fram frumvarp um veggjöldin á vorþingi og endurnýjaða samgönguáætlun í næsta haust. Hægt væri að fjármagna þessi verkefni með öðrum hætti.„Minnihlutinn telur ótímabæra og skyndilega umræðu meirihlutans um veggjöld hafa komið í veg fyrir faglega vinnu nefndarinnar við samgönguáætlun til fimm og fimmtán ára. Skyndilegar hugmyndir meirihlutans breyttu þeirri vinnu sem nefndin var í og laut að því að kanna afstöðu landshluta og sveitarfélaga til framkvæmda og forgangsmála á svæðunum,” sagði Helga Vala. Síðari umræða um samgönguáætlanirnar stendur væntanlega fram á kvöld og ekki víst að henni ljúki fyrr en á morgun. Þá á eftir að greiða atkvæði sem annað hvort gerist að lokinni umræðu á morgun eða á fimmtudag. Vegtollar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Talsmaður meirihluta samgöngunefndar segir að framlög til nýframkvæmda og viðhalds í vegakerfinu muni tvöfaldast á næstu árum samþykki Alþingi að taka upp veggjöld. Minnihlutinn telur meirihlutann hins vegar hafa afvegaleitt umræðuna með hugmyndum sínum um veggjöld. Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. Þar eru til umræðu breytingartillögur meirihlutans um að tekin verði upp veggjöld á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel í öllum jarðgöngum landsins. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögum meirihlutans, sem fulltrúi Miðflokksins skrifar einnig undir, og sagði veggjöld geta flýtt nauðsynlegum framkvæmdum, aukið umferðaröryggi og stytt ferðatíma.„Verði sú stefna að veruleika sem hér er mörkuð þá er það alveg ljóst að við erum að stíga stærri skref í eflingu samgöngukerfisins sem stigin hafa verið á Íslandi en nokkru sinni áður að ég tel að hægt sé að fullyrða. Það munu bætast við nánast tvöföldun þegar að sú leið verður komin í farveg sem hér er farið yfir,” sagði Jón. Minnihlutinn segir stjórnvöld hafa vanrækt uppbyggingu vegakerfisins á undanförnum uppgangsárum í ferðaþjónustu. Samgönguáætlun væri ekki full fjármögnuð eins og meirihlutinn héldi fram. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að enda ætti samgönguráðherra eftir að leggja fram frumvarp um veggjöldin á vorþingi og endurnýjaða samgönguáætlun í næsta haust. Hægt væri að fjármagna þessi verkefni með öðrum hætti.„Minnihlutinn telur ótímabæra og skyndilega umræðu meirihlutans um veggjöld hafa komið í veg fyrir faglega vinnu nefndarinnar við samgönguáætlun til fimm og fimmtán ára. Skyndilegar hugmyndir meirihlutans breyttu þeirri vinnu sem nefndin var í og laut að því að kanna afstöðu landshluta og sveitarfélaga til framkvæmda og forgangsmála á svæðunum,” sagði Helga Vala. Síðari umræða um samgönguáætlanirnar stendur væntanlega fram á kvöld og ekki víst að henni ljúki fyrr en á morgun. Þá á eftir að greiða atkvæði sem annað hvort gerist að lokinni umræðu á morgun eða á fimmtudag.
Vegtollar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira