Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 11:30 Dagný Brynjarsdóttir með Brynjar Atla eftir sigurleik hjá Portland Thorns. Skjámynd/Twitter/@ThornsFC Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. Dagný varð bandarískur meistari með Portland liðinu fyrir tveimur árum (2017) en var burtu í ár á meðan hún eignaðist soninn Brynjar Atla. Nú er hún hins vegar mætt aftur á völlinn og í búningi Portland Thorns sem er á toppnum í bandarísku deildinni. Portland Thorns er með líflega samfélagsmiðla og flotta vefsíðu og þar á bæ eru menn ánægðir með nýju mömmuna í liðinu. Því var ákveðið að setja saman stuttu heimildarmynd um íslensku ofurmömmuna en þeir hjá Portland Thorns kalla hana „Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy“Thankful I get to play for the Thorns! World class support from the club and my teammates https://t.co/CdcBUPmZl4 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) July 31, 2019 Portland Thorns var að reyna að ná samkomulagi við Dagnýju eftir 2017 tímabilið þegar það kom í ljós að hún væri ólétt. Félagið hélt sambandi og vildi fá hana aftur til baka eftir að barnið væri komið í heiminn. Dagný ákvað að snúa aftur í ár og byrja að spila á ný eftir barnsburð. Núna er hún aftur á móti bæði „miðjumaður og mamma“ eins og kemur fram í myndinni. „Ég var svolítið stressuð fyrir því að koma alla leið hingað aftur því ég var svo langt frá öllum. Fólk var líka að tala um það við mig hvort að eitthvað lið myndi vilja fá mig núna og spurði síðan: Ertu viss um að þú sér jafngóð og þú varst? Auðvitað svaraði ég já en það var samt alltaf smá efi innst inni,“ sagði Dagný. Dagný hefur lagt mikið á sig og fær mikið hrós fyrir vinnusemina hjá þjálfara sínum. Það er líka rætt við liðsfélaga Dagnýjar í myndinni. „Ég held að við höfum ekki átt eitt einasta samtal þar sem við höfum ekki talað um Brynjar. Ég held að það sýni vel hvernig mamma hún er,“ sagði Celeste Boureille. Það er líka gert talsvert úr fyrsta heimaleik Dagnýjar með Brynjari Atla sem var 2. júní síðastliðinn. „Ég var mjög spennt fyrir því að hafa hann í stúkunni. Ég róaðist niður þegar ég sá að þau voru komin í sætin sín. Ég var bara spennt fyrir leiknum og að vera spila með liðsfélögum mínum,“ sagði Dagný. „Verðlaunin mín eftir leikinn var að fá Brynjar í fangið eftir leik og það var enn sætara eftir sigurleik. Þetta var líka stór stund fyrir mig því ég veit að fullt af fólki efaðist um mig. En þarna var ég á vellinum með barnið mitt eftir sigurleik og var bara: Þið sem efuðust getið bara átt ykkur,“ sagði Dagný í heimildarmyndinni á vef Portland Thorns. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy. #BAONPDXpic.twitter.com/zu7ihrfofG — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 30, 2019 Fótbolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. Dagný varð bandarískur meistari með Portland liðinu fyrir tveimur árum (2017) en var burtu í ár á meðan hún eignaðist soninn Brynjar Atla. Nú er hún hins vegar mætt aftur á völlinn og í búningi Portland Thorns sem er á toppnum í bandarísku deildinni. Portland Thorns er með líflega samfélagsmiðla og flotta vefsíðu og þar á bæ eru menn ánægðir með nýju mömmuna í liðinu. Því var ákveðið að setja saman stuttu heimildarmynd um íslensku ofurmömmuna en þeir hjá Portland Thorns kalla hana „Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy“Thankful I get to play for the Thorns! World class support from the club and my teammates https://t.co/CdcBUPmZl4 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) July 31, 2019 Portland Thorns var að reyna að ná samkomulagi við Dagnýju eftir 2017 tímabilið þegar það kom í ljós að hún væri ólétt. Félagið hélt sambandi og vildi fá hana aftur til baka eftir að barnið væri komið í heiminn. Dagný ákvað að snúa aftur í ár og byrja að spila á ný eftir barnsburð. Núna er hún aftur á móti bæði „miðjumaður og mamma“ eins og kemur fram í myndinni. „Ég var svolítið stressuð fyrir því að koma alla leið hingað aftur því ég var svo langt frá öllum. Fólk var líka að tala um það við mig hvort að eitthvað lið myndi vilja fá mig núna og spurði síðan: Ertu viss um að þú sér jafngóð og þú varst? Auðvitað svaraði ég já en það var samt alltaf smá efi innst inni,“ sagði Dagný. Dagný hefur lagt mikið á sig og fær mikið hrós fyrir vinnusemina hjá þjálfara sínum. Það er líka rætt við liðsfélaga Dagnýjar í myndinni. „Ég held að við höfum ekki átt eitt einasta samtal þar sem við höfum ekki talað um Brynjar. Ég held að það sýni vel hvernig mamma hún er,“ sagði Celeste Boureille. Það er líka gert talsvert úr fyrsta heimaleik Dagnýjar með Brynjari Atla sem var 2. júní síðastliðinn. „Ég var mjög spennt fyrir því að hafa hann í stúkunni. Ég róaðist niður þegar ég sá að þau voru komin í sætin sín. Ég var bara spennt fyrir leiknum og að vera spila með liðsfélögum mínum,“ sagði Dagný. „Verðlaunin mín eftir leikinn var að fá Brynjar í fangið eftir leik og það var enn sætara eftir sigurleik. Þetta var líka stór stund fyrir mig því ég veit að fullt af fólki efaðist um mig. En þarna var ég á vellinum með barnið mitt eftir sigurleik og var bara: Þið sem efuðust getið bara átt ykkur,“ sagði Dagný í heimildarmyndinni á vef Portland Thorns. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy. #BAONPDXpic.twitter.com/zu7ihrfofG — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 30, 2019
Fótbolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira