Náttúrufræðistofnun ætlar að kanna steingervinga við Hvalá eftir helgi Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2019 11:07 Ein af myndunum sem teknar voru af trjáholunum á framkvæmdasvæðinu. Ófeig Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar ætla norður á Strandir eftir helgi til að kanna betur svæði þar sem náttúruverndarsamtökin Ófeig segjast hafa fundið steingervinga. Forstjóri stofnunarinnar segir ljóst af myndum sem náttúruverndarsamtökin sendu að um steingervinga sé að ræða og skýrt sé í náttúruverndarlögum að ekki má hrófla við þeim. Í vikunni sendu samtökin Náttúrufræðistofnun beiðni til Náttúrufræðistofnunar að rannsaka steingervinga sem heimamenn í Árneshreppi fundu á svæði þar sem umrætt deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir við vegagerð frá væntanlegu iðnaðarsvæði við Strandarfjöll vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir jarðfræðinga stofnunarinnar hafa farið yfir málið og ákveðið hafi verið að fara á staðinn eftir helgi og kanna þessa steingervinga betur. Meðan ekki er vitað um nákvæma staðsetningu þeirra og umfang getur Jón Gunnar lítið tjá sig um hvort þetta komi til með að hafa áhrif á framkvæmdir Vesturverks á svæðinu.Hér má sjá mynd af steingervingi sem náttúruverndarsamtökin tóku mynd af.Ófeig„Það er alveg skýrt í náttúruverndarlögum að það má ekki hrófla við steingervingum. En á meðan ég veit ekki staðsetningu eða umfang get ég lítið sagt,“ segir Jón Gunnar. Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í náttúruverndarsamtökunum og jarðfræðingur, tjáði sig um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, en hann sagði ótækt að framkvæmdir á svæðinu raski steingervingum án þess að Náttúrufræðistofnunin fái tækifæri til að rannsaka þá. Sagði Snæbjörn að um væri að ræða svokallaðar trjáholur. „Heimamenn hafa vitað af þessu og bent okkur á svokallaðar trjáholur, sem eru för eftir trjáboli, þegar svæðið var virkt fyrir tíu milljónum ára þá runnu þarna hraun og þarna hefur hraun runnið yfir fórnan skóg og hulið trjábolina sem síðan hafa eyðst og þeir skilið eftir holrými í hrauninu.“ Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, segir í samtali við vef Bæjarins besta í dag að hann eigi ekki von á að þessi steingervingafundur muni trufla framkvæmdir við vegagerð í sumar. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar ætla norður á Strandir eftir helgi til að kanna betur svæði þar sem náttúruverndarsamtökin Ófeig segjast hafa fundið steingervinga. Forstjóri stofnunarinnar segir ljóst af myndum sem náttúruverndarsamtökin sendu að um steingervinga sé að ræða og skýrt sé í náttúruverndarlögum að ekki má hrófla við þeim. Í vikunni sendu samtökin Náttúrufræðistofnun beiðni til Náttúrufræðistofnunar að rannsaka steingervinga sem heimamenn í Árneshreppi fundu á svæði þar sem umrætt deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir við vegagerð frá væntanlegu iðnaðarsvæði við Strandarfjöll vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir jarðfræðinga stofnunarinnar hafa farið yfir málið og ákveðið hafi verið að fara á staðinn eftir helgi og kanna þessa steingervinga betur. Meðan ekki er vitað um nákvæma staðsetningu þeirra og umfang getur Jón Gunnar lítið tjá sig um hvort þetta komi til með að hafa áhrif á framkvæmdir Vesturverks á svæðinu.Hér má sjá mynd af steingervingi sem náttúruverndarsamtökin tóku mynd af.Ófeig„Það er alveg skýrt í náttúruverndarlögum að það má ekki hrófla við steingervingum. En á meðan ég veit ekki staðsetningu eða umfang get ég lítið sagt,“ segir Jón Gunnar. Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í náttúruverndarsamtökunum og jarðfræðingur, tjáði sig um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, en hann sagði ótækt að framkvæmdir á svæðinu raski steingervingum án þess að Náttúrufræðistofnunin fái tækifæri til að rannsaka þá. Sagði Snæbjörn að um væri að ræða svokallaðar trjáholur. „Heimamenn hafa vitað af þessu og bent okkur á svokallaðar trjáholur, sem eru för eftir trjáboli, þegar svæðið var virkt fyrir tíu milljónum ára þá runnu þarna hraun og þarna hefur hraun runnið yfir fórnan skóg og hulið trjábolina sem síðan hafa eyðst og þeir skilið eftir holrými í hrauninu.“ Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, segir í samtali við vef Bæjarins besta í dag að hann eigi ekki von á að þessi steingervingafundur muni trufla framkvæmdir við vegagerð í sumar.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira