Náttúrufræðistofnun ætlar að kanna steingervinga við Hvalá eftir helgi Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2019 11:07 Ein af myndunum sem teknar voru af trjáholunum á framkvæmdasvæðinu. Ófeig Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar ætla norður á Strandir eftir helgi til að kanna betur svæði þar sem náttúruverndarsamtökin Ófeig segjast hafa fundið steingervinga. Forstjóri stofnunarinnar segir ljóst af myndum sem náttúruverndarsamtökin sendu að um steingervinga sé að ræða og skýrt sé í náttúruverndarlögum að ekki má hrófla við þeim. Í vikunni sendu samtökin Náttúrufræðistofnun beiðni til Náttúrufræðistofnunar að rannsaka steingervinga sem heimamenn í Árneshreppi fundu á svæði þar sem umrætt deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir við vegagerð frá væntanlegu iðnaðarsvæði við Strandarfjöll vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir jarðfræðinga stofnunarinnar hafa farið yfir málið og ákveðið hafi verið að fara á staðinn eftir helgi og kanna þessa steingervinga betur. Meðan ekki er vitað um nákvæma staðsetningu þeirra og umfang getur Jón Gunnar lítið tjá sig um hvort þetta komi til með að hafa áhrif á framkvæmdir Vesturverks á svæðinu.Hér má sjá mynd af steingervingi sem náttúruverndarsamtökin tóku mynd af.Ófeig„Það er alveg skýrt í náttúruverndarlögum að það má ekki hrófla við steingervingum. En á meðan ég veit ekki staðsetningu eða umfang get ég lítið sagt,“ segir Jón Gunnar. Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í náttúruverndarsamtökunum og jarðfræðingur, tjáði sig um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, en hann sagði ótækt að framkvæmdir á svæðinu raski steingervingum án þess að Náttúrufræðistofnunin fái tækifæri til að rannsaka þá. Sagði Snæbjörn að um væri að ræða svokallaðar trjáholur. „Heimamenn hafa vitað af þessu og bent okkur á svokallaðar trjáholur, sem eru för eftir trjáboli, þegar svæðið var virkt fyrir tíu milljónum ára þá runnu þarna hraun og þarna hefur hraun runnið yfir fórnan skóg og hulið trjábolina sem síðan hafa eyðst og þeir skilið eftir holrými í hrauninu.“ Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, segir í samtali við vef Bæjarins besta í dag að hann eigi ekki von á að þessi steingervingafundur muni trufla framkvæmdir við vegagerð í sumar. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar ætla norður á Strandir eftir helgi til að kanna betur svæði þar sem náttúruverndarsamtökin Ófeig segjast hafa fundið steingervinga. Forstjóri stofnunarinnar segir ljóst af myndum sem náttúruverndarsamtökin sendu að um steingervinga sé að ræða og skýrt sé í náttúruverndarlögum að ekki má hrófla við þeim. Í vikunni sendu samtökin Náttúrufræðistofnun beiðni til Náttúrufræðistofnunar að rannsaka steingervinga sem heimamenn í Árneshreppi fundu á svæði þar sem umrætt deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir við vegagerð frá væntanlegu iðnaðarsvæði við Strandarfjöll vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir jarðfræðinga stofnunarinnar hafa farið yfir málið og ákveðið hafi verið að fara á staðinn eftir helgi og kanna þessa steingervinga betur. Meðan ekki er vitað um nákvæma staðsetningu þeirra og umfang getur Jón Gunnar lítið tjá sig um hvort þetta komi til með að hafa áhrif á framkvæmdir Vesturverks á svæðinu.Hér má sjá mynd af steingervingi sem náttúruverndarsamtökin tóku mynd af.Ófeig„Það er alveg skýrt í náttúruverndarlögum að það má ekki hrófla við steingervingum. En á meðan ég veit ekki staðsetningu eða umfang get ég lítið sagt,“ segir Jón Gunnar. Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í náttúruverndarsamtökunum og jarðfræðingur, tjáði sig um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, en hann sagði ótækt að framkvæmdir á svæðinu raski steingervingum án þess að Náttúrufræðistofnunin fái tækifæri til að rannsaka þá. Sagði Snæbjörn að um væri að ræða svokallaðar trjáholur. „Heimamenn hafa vitað af þessu og bent okkur á svokallaðar trjáholur, sem eru för eftir trjáboli, þegar svæðið var virkt fyrir tíu milljónum ára þá runnu þarna hraun og þarna hefur hraun runnið yfir fórnan skóg og hulið trjábolina sem síðan hafa eyðst og þeir skilið eftir holrými í hrauninu.“ Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, segir í samtali við vef Bæjarins besta í dag að hann eigi ekki von á að þessi steingervingafundur muni trufla framkvæmdir við vegagerð í sumar.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira