Loftmengun í borginni enn og aftur yfir heilsuverndarmörkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2019 14:54 Það sem af er ári hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk og fimm sinnum yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Vísir/vilhelm Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 5. desember, skamkvæmt mælingum í mælistöð við Grensásveg. Líkur eru á að ástandið verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningu segir að leyfilegt klukkustundargildi sé 200 míkrógröm NO2 á rúmmetra. Styrkur efnisins hefur þegar farið þrisvar sinnum yfir leyfilegt klukkustundargildi. Á hádegi í dag var gildið við Grensásveg 207,9 míkrógrömm á rúmmetra.Borgarbúar hvattir til að leggja bílnum Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er þung. Almenningur er því hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu jafnframt að forðast útivist. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og frosti í dag og því talsverðar líkur á því að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri á morgun og því líkur á að þetta ástand verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra, sem ekki má fara yfir oftar en sjö sinnum á almanaksári. Klukkustundarheilsuverndarmörkin eru 200 míkrógrömm á rúmmetra, eins og áður sagði. Þau má ekki fara yfir oftar en átján sinnum á almanaksári. Það sem af er ári hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk og fimm sinnum yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk köfnunarefnisdíoxíðs og annarra mengandi efna á www.loftgaedi.is. Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27. nóvember 2019 17:18 Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. 31. október 2019 14:41 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni. 28. október 2019 17:18 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 5. desember, skamkvæmt mælingum í mælistöð við Grensásveg. Líkur eru á að ástandið verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningu segir að leyfilegt klukkustundargildi sé 200 míkrógröm NO2 á rúmmetra. Styrkur efnisins hefur þegar farið þrisvar sinnum yfir leyfilegt klukkustundargildi. Á hádegi í dag var gildið við Grensásveg 207,9 míkrógrömm á rúmmetra.Borgarbúar hvattir til að leggja bílnum Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er þung. Almenningur er því hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu jafnframt að forðast útivist. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og frosti í dag og því talsverðar líkur á því að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri á morgun og því líkur á að þetta ástand verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra, sem ekki má fara yfir oftar en sjö sinnum á almanaksári. Klukkustundarheilsuverndarmörkin eru 200 míkrógrömm á rúmmetra, eins og áður sagði. Þau má ekki fara yfir oftar en átján sinnum á almanaksári. Það sem af er ári hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk og fimm sinnum yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk köfnunarefnisdíoxíðs og annarra mengandi efna á www.loftgaedi.is.
Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27. nóvember 2019 17:18 Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. 31. október 2019 14:41 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni. 28. október 2019 17:18 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27. nóvember 2019 17:18
Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. 31. október 2019 14:41
Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24
Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni. 28. október 2019 17:18