Jarðskjálftinn í Kaliforníu sá stærsti í aldarfjórðung Vésteinn Örn Pétursson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 5. júlí 2019 10:22 Sprungur eru í mörgum vegum á svæðinu þar sem skjálftinn reið yfir. Dæmi eru um að heilu vegirnir hafi farið í sundur. Matt Hartman/AP Ekki er vitað um nein dauðsföll eða alvarleg meiðsl á fólki eftir jarðskjálftann í Kaliforníu í gær. Skjálftinn, sem var af stærðinni 6,4, er sá stærsti sem mælst hefur í Kaliforníu í aldarfjórðung eða frá árinu 1994. Upptök skjálftans voru við bæinn Ridgecrest 160 kílómetrum norðan við Los Angeles og fannst hann alla leið til Las Vegas en rúmlega 400 kílómetrar eru á á milli borganna tveggja. Jarðeðlisfræðingurinn John Rundle segir í samtali við BBC að talsvert tjón hafi orðið nærri upptökum skjálftans. Hann segir einnig mikla mildi að upptök skjálftans hafi verið jafn langt frá þéttbýliskjörnum eins og raun ber vitni. Sprungur komu í vegi og rafmagnsmöstur féllu til til jarðar. Þá hafa veggir og rúður á heimilum þar sem skjálftans gætti sem mest beðið mikinn skaða.Vörur í mörgum verslunum Los Angeles borgar rötuðu úr hillum sínum og niður á gólf í skjálftanum.Adam Graehl/APSamkvæmt slökkviliðinu í Kern-sýslu var spítalinn í Ridgecrest rýmdur vegna skjálftans. Slökkviliðið brást þá við á þriðja tug tilkynninga vegna skjálftans. Flestar sneru að minniháttar meiðslum íbúa á svæðinu en eitthvað var um að kviknað hefði í heimahúsum í kjölfar skjálftans. Þá gætti skjálftans einnig nálægt China Lake, en það er sprengjuprófunarsvæði sem bandaríski herinn hefur notast við. Embættismaður innan hersins segir allmikið tjón hafa orðið á svæðinu, meðal annars í formi eldsvoða, vatnsleka og leka á spilliefnum. Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum þar sem skjálftinn reið yfir, en yfirvöld hafa haft áhyggjur af eftirskjálftum frá því í gær. Þá segir borgarstjóri Ridgecrest, Peggy Breeden, að skjálftinn hafi valdið því að einhverjir borgarbúar hafi orðið fyrir hlutum sem féllu til jarðar við skjálftann, auk þess sem gasleiðslur í borginni hafi rofnað. „Við erum vön jarðskjálftum en ekki af þessari stærðargráðu,“ sagði hún í samtali við BBC.Víða féllu rafmagnsstaurar vegna jarðhræringanna.Matt Hartman/AP Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Ekki er vitað um nein dauðsföll eða alvarleg meiðsl á fólki eftir jarðskjálftann í Kaliforníu í gær. Skjálftinn, sem var af stærðinni 6,4, er sá stærsti sem mælst hefur í Kaliforníu í aldarfjórðung eða frá árinu 1994. Upptök skjálftans voru við bæinn Ridgecrest 160 kílómetrum norðan við Los Angeles og fannst hann alla leið til Las Vegas en rúmlega 400 kílómetrar eru á á milli borganna tveggja. Jarðeðlisfræðingurinn John Rundle segir í samtali við BBC að talsvert tjón hafi orðið nærri upptökum skjálftans. Hann segir einnig mikla mildi að upptök skjálftans hafi verið jafn langt frá þéttbýliskjörnum eins og raun ber vitni. Sprungur komu í vegi og rafmagnsmöstur féllu til til jarðar. Þá hafa veggir og rúður á heimilum þar sem skjálftans gætti sem mest beðið mikinn skaða.Vörur í mörgum verslunum Los Angeles borgar rötuðu úr hillum sínum og niður á gólf í skjálftanum.Adam Graehl/APSamkvæmt slökkviliðinu í Kern-sýslu var spítalinn í Ridgecrest rýmdur vegna skjálftans. Slökkviliðið brást þá við á þriðja tug tilkynninga vegna skjálftans. Flestar sneru að minniháttar meiðslum íbúa á svæðinu en eitthvað var um að kviknað hefði í heimahúsum í kjölfar skjálftans. Þá gætti skjálftans einnig nálægt China Lake, en það er sprengjuprófunarsvæði sem bandaríski herinn hefur notast við. Embættismaður innan hersins segir allmikið tjón hafa orðið á svæðinu, meðal annars í formi eldsvoða, vatnsleka og leka á spilliefnum. Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum þar sem skjálftinn reið yfir, en yfirvöld hafa haft áhyggjur af eftirskjálftum frá því í gær. Þá segir borgarstjóri Ridgecrest, Peggy Breeden, að skjálftinn hafi valdið því að einhverjir borgarbúar hafi orðið fyrir hlutum sem féllu til jarðar við skjálftann, auk þess sem gasleiðslur í borginni hafi rofnað. „Við erum vön jarðskjálftum en ekki af þessari stærðargráðu,“ sagði hún í samtali við BBC.Víða féllu rafmagnsstaurar vegna jarðhræringanna.Matt Hartman/AP
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52