Erlent

Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Upptök skjálftans voru um 160 kílómetra norður af Los Angeles.
Upptök skjálftans voru um 160 kílómetra norður af Los Angeles. Vísir/Getty
Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 á varð í norður af borginni Los Angeles í Kaliforníu um klukkan 10:30 að staðartíma eða 18:30 að íslenskum tíma. Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Þá er ekki talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum





Los Angeles Times greinir frá því að upptök skjálftans hafi verið í Searles-dal, sem er um 160 kílómetra norðan við stórborgina. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í suður-Kaliforníu frá árinu 1994, þegar skjálfti af stærðinni 6,6 reið yfir.

Á vef CNN kemur fram að byggingar í Los Angeles hafi vaggað til og frá í „að minnsta kosti þó nokkrar sekúndur.“ Þá hafa að minnsta kost fjórir stórir eftirskjálftar mælst. Þeir voru frá 3,5 upp í 4,7 að stærð. Alls hafa á þriðja tug eftirskjálfta mælst.

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur þá sagt frá því að jarðskjálftinn hafi fundist alla leið til Las Vegas, en á fjórða hundrað kílómetra er á milli borganna tveggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×