Erlent

Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Upptök skjálftans voru um 160 kílómetra norður af Los Angeles.
Upptök skjálftans voru um 160 kílómetra norður af Los Angeles. Vísir/Getty

Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 á varð í norður af borginni Los Angeles í Kaliforníu um klukkan 10:30 að staðartíma eða 18:30 að íslenskum tíma. Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Þá er ekki talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanumLos Angeles Times greinir frá því að upptök skjálftans hafi verið í Searles-dal, sem er um 160 kílómetra norðan við stórborgina. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í suður-Kaliforníu frá árinu 1994, þegar skjálfti af stærðinni 6,6 reið yfir.

Á vef CNN kemur fram að byggingar í Los Angeles hafi vaggað til og frá í „að minnsta kosti þó nokkrar sekúndur.“ Þá hafa að minnsta kost fjórir stórir eftirskjálftar mælst. Þeir voru frá 3,5 upp í 4,7 að stærð. Alls hafa á þriðja tug eftirskjálfta mælst.

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur þá sagt frá því að jarðskjálftinn hafi fundist alla leið til Las Vegas, en á fjórða hundrað kílómetra er á milli borganna tveggja.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.