Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 18:45 Lyfjaeftirlit Íslands mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. Tilefnið er ærið að sögn sérfræðings, steranotkun sé almenn á Íslandi en þá sé ekki hægt að nota án aukaverkana, sem geti jafnvel verið banvænar. Ýmislegt bendir til þess að notkun stera sé tiltölulega almenn á Íslandi, að sögn innkirtlasérfræðings á Landspítalanum. Erlendar rannsóknir bendi til að um 5-6 prósent karla noti stera einhvern tímann á lífsleiðinni og ekkert bendi til þess að notkunin sé minni hér á landi. Þannig ávísi íslenskir læknar sjöfalt meira magni af testósteróni en gert er í Danmörku. „Ástæðurnar fyrir því vitum við ekki, en þetta endurspeglar kannski þær fyrirmyndir og andrúmsloftið sem er í samfélaginu, segir Tómas Þór Ágústsson. Vísar hann þar meðal annars til þess að steranotendur eru sífellt að verða yngri og afstaða þeirra til efnanna sé jákvæðari en tilefni sé til. Það sé mat hans og Lyfjaeftirlits Íslands að þar spili fordæmi stóra rullu. „Það er allt of mikið af óheilbrigðum og fölskum fyrirmyndum í íslensku samfélagi í dag að okkar mati,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.vísir/sigurjónVið þessu vill Lyfjaeftirlitið sporna og hefur því fundað með fulltrúum nokkurra líkamsræktarstöðva um herferð, sem eftirlitið mun blása til í haust til að draga úr steranotkun landsmanna. Henni er ekki síst beint að starfsfólki og að sögn framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlitsins hafa líkamsræktarstöðvarnar almennt tekið vel í framtakið. Hins vegar hafi nokkrir stórar stöðvar sýnt herferðinni lítinn áhuga. „Það vantar ennþá töluvert upp á að okkar mati, en við erum mjög bjartsýn á að fleiri muni taka þátt þegar fram líða stundir,“ segir Birgir.Beðið með lyfjaprófanir Það sé nefnilega ýmislegt sem starfsfólk líkamsræktarstöðva getur gert til að draga úr notkun stera. Nefnir Birgir í því samhengi að það geti farið fram með góðu fordæmi, stunda hreina og heilbrigða ríkamsrækt og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. „Þekkja einkenni þeirra sem eru í áhættuhópi, leiðbeina þeim, tala um þetta opinskátt og stuðla að heilbrigði líkamsmynd,“ segir Birgir. Uppi hafa verið hugmyndir um að lyfjaprófa korthafa íslenskra líkamsræktastöðva, að danskri fyrirmynd. Birgir segir hins vegar að í þessari herferð verði ekki gerð krafa um slíkar prófanir, þær hugmyndir séu þó ennþá uppi á borðinu. Hann segir tilefnið ærið enda séu hætturnar af steranotkun fjölmargar, þó svo að þær séu endilega ekki augljósar notandanum frá upphafi. „Vissar aukaverkanir koma fram mjög hratt, eins og t.d. bólumyndun og breyting á hárvexti o.s.frv. Önnur áhrif, eins og t.d. áhætta af krabbameini, hjartaáföllum og öðru kemur hins vegar ekki fram fyrr en einhverjum áratugum eftir að notkuninni lýkur,“ segir Tómas. Norrænar rannsóknir sýni jafnframt að lífslíkur steranotenda séu ekki beisnar, auk þess sem sjálfsmorðstíðni sé há meðal fyrrverandi notenda. „Dánartíðni þeirra, á ákveðnu rannsóknartímabili, er þrisvar sinnum hærra en meðal þeirra sem ekki hafa notað stera.“ Það sé því ábyrgðarhluti hjá líkamsræktarstöðvum að koma í veg fyrir steranotkun. „Að vera stærsti þjónustuaðili lýðheilsu í landinu, sem eru líkamsræktarstöðvarnar saman, því fylgir samfélagslega ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Meirihluti velferðarnefndar varði töluverðum tíma í að ræða líkamsræktarstöðvar. 6. júní 2018 16:39 Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15 Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Lyfjaeftirlit Íslands mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. Tilefnið er ærið að sögn sérfræðings, steranotkun sé almenn á Íslandi en þá sé ekki hægt að nota án aukaverkana, sem geti jafnvel verið banvænar. Ýmislegt bendir til þess að notkun stera sé tiltölulega almenn á Íslandi, að sögn innkirtlasérfræðings á Landspítalanum. Erlendar rannsóknir bendi til að um 5-6 prósent karla noti stera einhvern tímann á lífsleiðinni og ekkert bendi til þess að notkunin sé minni hér á landi. Þannig ávísi íslenskir læknar sjöfalt meira magni af testósteróni en gert er í Danmörku. „Ástæðurnar fyrir því vitum við ekki, en þetta endurspeglar kannski þær fyrirmyndir og andrúmsloftið sem er í samfélaginu, segir Tómas Þór Ágústsson. Vísar hann þar meðal annars til þess að steranotendur eru sífellt að verða yngri og afstaða þeirra til efnanna sé jákvæðari en tilefni sé til. Það sé mat hans og Lyfjaeftirlits Íslands að þar spili fordæmi stóra rullu. „Það er allt of mikið af óheilbrigðum og fölskum fyrirmyndum í íslensku samfélagi í dag að okkar mati,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.vísir/sigurjónVið þessu vill Lyfjaeftirlitið sporna og hefur því fundað með fulltrúum nokkurra líkamsræktarstöðva um herferð, sem eftirlitið mun blása til í haust til að draga úr steranotkun landsmanna. Henni er ekki síst beint að starfsfólki og að sögn framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlitsins hafa líkamsræktarstöðvarnar almennt tekið vel í framtakið. Hins vegar hafi nokkrir stórar stöðvar sýnt herferðinni lítinn áhuga. „Það vantar ennþá töluvert upp á að okkar mati, en við erum mjög bjartsýn á að fleiri muni taka þátt þegar fram líða stundir,“ segir Birgir.Beðið með lyfjaprófanir Það sé nefnilega ýmislegt sem starfsfólk líkamsræktarstöðva getur gert til að draga úr notkun stera. Nefnir Birgir í því samhengi að það geti farið fram með góðu fordæmi, stunda hreina og heilbrigða ríkamsrækt og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. „Þekkja einkenni þeirra sem eru í áhættuhópi, leiðbeina þeim, tala um þetta opinskátt og stuðla að heilbrigði líkamsmynd,“ segir Birgir. Uppi hafa verið hugmyndir um að lyfjaprófa korthafa íslenskra líkamsræktastöðva, að danskri fyrirmynd. Birgir segir hins vegar að í þessari herferð verði ekki gerð krafa um slíkar prófanir, þær hugmyndir séu þó ennþá uppi á borðinu. Hann segir tilefnið ærið enda séu hætturnar af steranotkun fjölmargar, þó svo að þær séu endilega ekki augljósar notandanum frá upphafi. „Vissar aukaverkanir koma fram mjög hratt, eins og t.d. bólumyndun og breyting á hárvexti o.s.frv. Önnur áhrif, eins og t.d. áhætta af krabbameini, hjartaáföllum og öðru kemur hins vegar ekki fram fyrr en einhverjum áratugum eftir að notkuninni lýkur,“ segir Tómas. Norrænar rannsóknir sýni jafnframt að lífslíkur steranotenda séu ekki beisnar, auk þess sem sjálfsmorðstíðni sé há meðal fyrrverandi notenda. „Dánartíðni þeirra, á ákveðnu rannsóknartímabili, er þrisvar sinnum hærra en meðal þeirra sem ekki hafa notað stera.“ Það sé því ábyrgðarhluti hjá líkamsræktarstöðvum að koma í veg fyrir steranotkun. „Að vera stærsti þjónustuaðili lýðheilsu í landinu, sem eru líkamsræktarstöðvarnar saman, því fylgir samfélagslega ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Meirihluti velferðarnefndar varði töluverðum tíma í að ræða líkamsræktarstöðvar. 6. júní 2018 16:39 Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15 Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Meirihluti velferðarnefndar varði töluverðum tíma í að ræða líkamsræktarstöðvar. 6. júní 2018 16:39
Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15
Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24