Sagan á bak við framherjaparið sem gæti fært Arsenal Evróputitil í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 12:00 Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Vísir/Getty Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. Arsenal tryggir sér ekki aðeins titil með sigri á Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld því í boði er einnig sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Úrslitaleikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það tók knattspyrnustjórann Unai Emery langan tíma að finna réttu leiðin til að nýta sem best krafta framherjanna öflugu Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Í byrjun spilaði hann oftast bara öðrum þeirra sem var eitthvað sem pirraði stuðningsmenn liðsins enda tveir heimsklassa leikmann þar á ferðinni og dapurt að þurfa að geyma annan þeirra á bekknum. Þegar leið á tímabilið þá fóru þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette spila saman í fremstu víglínu og sú samvinna á mikinn þátt í því að Arsenal er komið alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Aubameyang varð auk þess einn af markakóngum ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette eru saman með 50 mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum á tímabilinu þar af 13 mörk og 5 stoðsendingar í Evrópudeildinni. Með þá tvo innanborðs er nánast hægt að ganga að því vísu að Arsenal mun skora í úrslitaleiknum í kvöld og örlög liðsins ráðast því kannski frekar á varnarleik og markvörslu. Bleacher Report Football vefsíðan tók saman fróðlegt myndband um ferðalag Unai Emery að því að geta sett saman eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Það má sjá það hér fyrir neðan.Here's how @Aubameyang7 and @LacazetteAlex turned into a deadly partnership for Arsenal #brIQpic.twitter.com/9WWrxRrLfI — B/R Football (@brfootball) May 28, 2019 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. Arsenal tryggir sér ekki aðeins titil með sigri á Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld því í boði er einnig sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Úrslitaleikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það tók knattspyrnustjórann Unai Emery langan tíma að finna réttu leiðin til að nýta sem best krafta framherjanna öflugu Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Í byrjun spilaði hann oftast bara öðrum þeirra sem var eitthvað sem pirraði stuðningsmenn liðsins enda tveir heimsklassa leikmann þar á ferðinni og dapurt að þurfa að geyma annan þeirra á bekknum. Þegar leið á tímabilið þá fóru þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette spila saman í fremstu víglínu og sú samvinna á mikinn þátt í því að Arsenal er komið alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Aubameyang varð auk þess einn af markakóngum ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette eru saman með 50 mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum á tímabilinu þar af 13 mörk og 5 stoðsendingar í Evrópudeildinni. Með þá tvo innanborðs er nánast hægt að ganga að því vísu að Arsenal mun skora í úrslitaleiknum í kvöld og örlög liðsins ráðast því kannski frekar á varnarleik og markvörslu. Bleacher Report Football vefsíðan tók saman fróðlegt myndband um ferðalag Unai Emery að því að geta sett saman eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Það má sjá það hér fyrir neðan.Here's how @Aubameyang7 and @LacazetteAlex turned into a deadly partnership for Arsenal #brIQpic.twitter.com/9WWrxRrLfI — B/R Football (@brfootball) May 28, 2019
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira