Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 10:58 Sporðlaus hákarlinn sést synda í burtu frá bátnum. Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. Viðkomandi á yfir höfði sér stjórnvaldssekt, málið verður kært til lögreglu eða látið niður falla. Myndband af dýraníðinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarinn sólarhring og skapað mikla reiðu, sérstaklega á meðal dýravina. Gunnlaugur Auðunn Árnason, sem situr í stjórn útgerðarfélagsins Sæfells, sem gerir Bíldsey út, segir að öllum þremur skipverjnum sem komið hafi nálægt málinu hafi verið sagt upp. Sá fjórði, skipstjórinn samkvæmt heimildum Vísis, er enn með vinnu. „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ sagði í tilkynningu frá Sæfelli í gær vegna málsins.Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir.Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir fjölmargar ábendingar hafa borist stofnuninni í gær þótt ekki hafi verið tekið saman hve margar þær séu. Hún segir málið komið í ferli. Haft hafi verið samband við gerandann sem sé fyrsta skref. Þar hafi viðkomandi möguleika á að segja sína hlið á málinu og svo sé farið yfir önnur gögn, eins og myndband í þessu tilfelli. Í framhaldinu, eins og í öðrum málum, er tekin ákvörðun tekin hvort viðkomandi fái stjórnvaldssekt, mál hans kært til lögreglu eða látið niður falla. Tveir menn sáust á myndbandinu sem annar skipverjanna birti á Facebook. Matvælastofnun beinir spjótum sínum fyrst og fremst að þeim aðila sem framkvæmdi verknaðinn.„Það eru fleiri sem koma að en það virðist vera svo að það sé fyrst og fremst einn sem tekur ákvörðun um að skera og framkvæma.“ Í myndbandinu heyrist hinn aðilinn spyrja viðkomandi hvort hann hafi skorið sporðinn af hákarlinum. Þóra segir að ábendingum um slæma meðferð á dýrum hafi fjölgað mikið eftir að ábendingarhnappi var komið upp á heimasíðu Matvælastofnunar árið 2013. Eftir það hafi ábendingum fjölgað úr um 50 á ári í 400-500 á ári. Hafa verði þó í huga að oft berist margar ábendingar um sama málið. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. Viðkomandi á yfir höfði sér stjórnvaldssekt, málið verður kært til lögreglu eða látið niður falla. Myndband af dýraníðinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarinn sólarhring og skapað mikla reiðu, sérstaklega á meðal dýravina. Gunnlaugur Auðunn Árnason, sem situr í stjórn útgerðarfélagsins Sæfells, sem gerir Bíldsey út, segir að öllum þremur skipverjnum sem komið hafi nálægt málinu hafi verið sagt upp. Sá fjórði, skipstjórinn samkvæmt heimildum Vísis, er enn með vinnu. „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ sagði í tilkynningu frá Sæfelli í gær vegna málsins.Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir.Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir fjölmargar ábendingar hafa borist stofnuninni í gær þótt ekki hafi verið tekið saman hve margar þær séu. Hún segir málið komið í ferli. Haft hafi verið samband við gerandann sem sé fyrsta skref. Þar hafi viðkomandi möguleika á að segja sína hlið á málinu og svo sé farið yfir önnur gögn, eins og myndband í þessu tilfelli. Í framhaldinu, eins og í öðrum málum, er tekin ákvörðun tekin hvort viðkomandi fái stjórnvaldssekt, mál hans kært til lögreglu eða látið niður falla. Tveir menn sáust á myndbandinu sem annar skipverjanna birti á Facebook. Matvælastofnun beinir spjótum sínum fyrst og fremst að þeim aðila sem framkvæmdi verknaðinn.„Það eru fleiri sem koma að en það virðist vera svo að það sé fyrst og fremst einn sem tekur ákvörðun um að skera og framkvæma.“ Í myndbandinu heyrist hinn aðilinn spyrja viðkomandi hvort hann hafi skorið sporðinn af hákarlinum. Þóra segir að ábendingum um slæma meðferð á dýrum hafi fjölgað mikið eftir að ábendingarhnappi var komið upp á heimasíðu Matvælastofnunar árið 2013. Eftir það hafi ábendingum fjölgað úr um 50 á ári í 400-500 á ári. Hafa verði þó í huga að oft berist margar ábendingar um sama málið.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42
Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09