Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 19:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögu fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að samið verði um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi, koma sér á óvart. Flokkarnir sem um ræðir eru Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins en þeir hafa lagt til að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Hafa Miðflokksmenn talað samfleytt í þrjár vinnuvikur um málið. Katrín sagði stöðun á Alþingi vera þá að sex flokkar af átta hafa stutt þriðja orkupakkann. Sjöundi flokkurinn, Miðflokkurinn, er andsnúinn þriðja orkupakkanum og lagt áherslu á að málið fái lýðræðislega afgreiðslu í þingsal. Sagði Katrín þessa tillögu koma á óvart því hún leysi ekki vandann, heldur frestar honum bara. Katrín sagði að ekki sé komin inn á afdrif annarra mála í þessari tillögu en fjörutíu mál bíði afgreiðslu þingsins. „Ég velti því fyrir mér hvort þessir fjórir flokkar, í skjóli Miðflokksins, og þeirra stöðu sem hann hefur skapað með framgöngu sinn í sölum þingsins, telji að það sé hægt að véla um afdrif þeirra mála,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var Katrín spurð hvort að flokkarnir fjórir væru að notfæra sér málþóf Miðflokksins til að ná fram samningsstöðu gagnvart stjórnarflokkunum? Sagðist Katrín velta því fyrir sér og ef það sé ekki málið þá felist í þessari tillögu nokkurs konar viðurkenning á þeirri framgöngu Miðflokksins. Sagði Katrín að búið væri að ræða þriðja orkupakkann mjög lengi og allar röksemdir löngu komnar fram. Hún sagði að þingið muni standa lengur en venjan er og nú þurfi að finna á lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en þær lausnir verði að innibera að þingið ljúki þeim málum sem bíða afgreiðslu. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögu fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að samið verði um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi, koma sér á óvart. Flokkarnir sem um ræðir eru Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins en þeir hafa lagt til að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Hafa Miðflokksmenn talað samfleytt í þrjár vinnuvikur um málið. Katrín sagði stöðun á Alþingi vera þá að sex flokkar af átta hafa stutt þriðja orkupakkann. Sjöundi flokkurinn, Miðflokkurinn, er andsnúinn þriðja orkupakkanum og lagt áherslu á að málið fái lýðræðislega afgreiðslu í þingsal. Sagði Katrín þessa tillögu koma á óvart því hún leysi ekki vandann, heldur frestar honum bara. Katrín sagði að ekki sé komin inn á afdrif annarra mála í þessari tillögu en fjörutíu mál bíði afgreiðslu þingsins. „Ég velti því fyrir mér hvort þessir fjórir flokkar, í skjóli Miðflokksins, og þeirra stöðu sem hann hefur skapað með framgöngu sinn í sölum þingsins, telji að það sé hægt að véla um afdrif þeirra mála,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var Katrín spurð hvort að flokkarnir fjórir væru að notfæra sér málþóf Miðflokksins til að ná fram samningsstöðu gagnvart stjórnarflokkunum? Sagðist Katrín velta því fyrir sér og ef það sé ekki málið þá felist í þessari tillögu nokkurs konar viðurkenning á þeirri framgöngu Miðflokksins. Sagði Katrín að búið væri að ræða þriðja orkupakkann mjög lengi og allar röksemdir löngu komnar fram. Hún sagði að þingið muni standa lengur en venjan er og nú þurfi að finna á lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en þær lausnir verði að innibera að þingið ljúki þeim málum sem bíða afgreiðslu.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira