Rúrik Gíslason hafði betur í Íslendingaslag gegn Guðlaugi Victori Pálssyni er Sandhausen og Darmstadt áttust við í þýsku B-deildinni í knattspyrnu.
Fyrsta og eina mark leiksins var skorað á 47. mínútu er Erik Zenga kom Sandhausen yfir er boltinn hrökk til hans.
Rúrik var í byrjunarliði Sandhausen fór af velli er níu mínútur voru eftir af leiknum. Ekkert mark var skorað og lokatölur 1-0.
Guðlaugur Victor Pálsson lék hins vegar einungis í 58 mínútur því hann fékk þá sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Sandhausen er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig en Darmstadt er með fimm stig eftir fimm leiki í tólfta sætinu.
Guðlaugur Victor sá rautt í tapi gegn Rúrik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Fleiri fréttir
