Íhugar að fara með álit siðanefndar fyrir Evrópuráð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2019 19:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd Alþingis gjörspillta. Nefndin féllst á álit siðanefndar um að Þórhildur hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um þingmanninn Ásmund Friðriksson. Forseti Forsætisnefndar segir að um bindandi niðurstöðu sé að ræða innan þingsins en Þórhildur íhuga að fara með málið fyrir Evrópuráð. Forsætisnefnd féllst á dögunum á álit siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur Alþingismanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Ummælin lét hún falla íþættinum Silfrinu á RÚV íársbyrjun, en hún sagði að rökstuddur grunur væri um aðÁsmundur hefði dregið að sér fé. Hingað til hefur hún ekki tjáð sig um álitið en það gerði hún núíþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði hún forsætisnefnd gjörspillta. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferðí klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjáöllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar. Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema bara mína framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Forsætisnefnd Alþingis.Fréttablaðið/StefánÞá íhugar hún að fara með málið lengra. Fréttastofa náið tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta forsætisnefndar, í dag sem sagði álitið bindandi niðurstöðu og því væri málinu lokið innan þingsins. Þórhildur ætlar þó að kanna aðra möguleika. Nefnir hún Evrópuráðið sem dæmi. „Ég myndi vilja leita mér ráðgjafar þar vegna þess aðþeir eru heldur betur sérfræðingar um tjáningarfrelsi og tjáningarfrelsi þingmanna líka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir tjáningarfrelsi þingmanna rúmt og telur hún álitið ganga gegn rétti hennar til tjáningar sem þingmaður. „Sömuleiðis er ég að skoða vettvang innan Alþjóðaþingmannasambandsins. Þar er nefnd um mannréttindi þingmanna. Sem ég tel vel skoðandi að bera málið undir og athuga hvaðþeir hafa um málið að segja,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd Alþingis gjörspillta. Nefndin féllst á álit siðanefndar um að Þórhildur hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um þingmanninn Ásmund Friðriksson. Forseti Forsætisnefndar segir að um bindandi niðurstöðu sé að ræða innan þingsins en Þórhildur íhuga að fara með málið fyrir Evrópuráð. Forsætisnefnd féllst á dögunum á álit siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur Alþingismanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Ummælin lét hún falla íþættinum Silfrinu á RÚV íársbyrjun, en hún sagði að rökstuddur grunur væri um aðÁsmundur hefði dregið að sér fé. Hingað til hefur hún ekki tjáð sig um álitið en það gerði hún núíþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði hún forsætisnefnd gjörspillta. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferðí klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjáöllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar. Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema bara mína framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Forsætisnefnd Alþingis.Fréttablaðið/StefánÞá íhugar hún að fara með málið lengra. Fréttastofa náið tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta forsætisnefndar, í dag sem sagði álitið bindandi niðurstöðu og því væri málinu lokið innan þingsins. Þórhildur ætlar þó að kanna aðra möguleika. Nefnir hún Evrópuráðið sem dæmi. „Ég myndi vilja leita mér ráðgjafar þar vegna þess aðþeir eru heldur betur sérfræðingar um tjáningarfrelsi og tjáningarfrelsi þingmanna líka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir tjáningarfrelsi þingmanna rúmt og telur hún álitið ganga gegn rétti hennar til tjáningar sem þingmaður. „Sömuleiðis er ég að skoða vettvang innan Alþjóðaþingmannasambandsins. Þar er nefnd um mannréttindi þingmanna. Sem ég tel vel skoðandi að bera málið undir og athuga hvaðþeir hafa um málið að segja,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30