Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn vill snjallvæða umferðarljós Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2019 21:17 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Í nýrri greiningu sem gerð hefur verið fyrir Samtök iðnaðarins kemur fram að spara megi stórar fjárhæðir með því að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með ljósastýringu á álagstímum. Þrátt fyrir áherslu Reykjavíkurborgar á auknar almenningssamgöngur ferðist fleiri nú með Einkabílum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2012, eða 79 prósent á síðasta ári.Hlutfall einstaklinga sem ferðast með einkabílum í Reykjavík.stöð 2Samkvæmt greiningunni væri hægt að spara um 80 milljarða með skipulagðri ljósstýringu og tafir í umferðinni myndu minnka um fimmtán prósent. En við núverandi aðstæður megi áætla að um níu milljónum klukkustunda sé sóað vegna tafa í umferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að stýring umferðarljósa yrði snjallvædd.stöð 2„Ljósin hérna eru í rauninni með gamaldags kerfi sem er ekki mjög snjallt og innleiða [á] þá tækni sem allar borgir í nágrannalöndunum okkar eru með. Nota skynjarana og tölvurnar og láta umferðina ganga sem greiðast,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Umferðarflæði muni stjórna ljósunum en ekki öfugt. „Það mun fara eftir þörfunum hverju sinni, fyrir bæði gangandi, hjólandi og akandi. Þetta mun stytta ferðatímann um 15% fyrir bíla almennt, 20% fyrir almenningssamgöngur og minnka þennan stopptíma um 50% og minnka mengun,“ segir Eyþór.Áætlað sé að setja svona ljósakerfi upp á hundrað og fimmtíu stöðum sem mun koma sér vel bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem munu spara bæði tíma og peninga. Verkefnið mun kosta einn og hálfan milljarð sem er aðeins brotabrot kostnaðar við aðrar dýrar aðgerðir segir Eyþór. Þá sé ávinningur metinn upp á áttatíu milljarða. „Góðar hugmyndir eru þannig að þegar er kominn tími á þær þá verða þær að veruleika. Ég á von á því að meirihlutinn pakki þessu inn svona eins og pulsu, við fáum að sjá þetta seinna. En þetta verður,“ segir Eyþór Arnalds. Tillögu Sjálfstæðisflokksins var vísað frá á fundi borgarstjórnar. Þá hefur verið unnið að samtengingu umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu og að miðlægri stýringu þeirra á undanförnum árum. Verkefnið, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, er unnið í samvinnu við Vegagerðina. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Í nýrri greiningu sem gerð hefur verið fyrir Samtök iðnaðarins kemur fram að spara megi stórar fjárhæðir með því að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með ljósastýringu á álagstímum. Þrátt fyrir áherslu Reykjavíkurborgar á auknar almenningssamgöngur ferðist fleiri nú með Einkabílum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2012, eða 79 prósent á síðasta ári.Hlutfall einstaklinga sem ferðast með einkabílum í Reykjavík.stöð 2Samkvæmt greiningunni væri hægt að spara um 80 milljarða með skipulagðri ljósstýringu og tafir í umferðinni myndu minnka um fimmtán prósent. En við núverandi aðstæður megi áætla að um níu milljónum klukkustunda sé sóað vegna tafa í umferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að stýring umferðarljósa yrði snjallvædd.stöð 2„Ljósin hérna eru í rauninni með gamaldags kerfi sem er ekki mjög snjallt og innleiða [á] þá tækni sem allar borgir í nágrannalöndunum okkar eru með. Nota skynjarana og tölvurnar og láta umferðina ganga sem greiðast,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Umferðarflæði muni stjórna ljósunum en ekki öfugt. „Það mun fara eftir þörfunum hverju sinni, fyrir bæði gangandi, hjólandi og akandi. Þetta mun stytta ferðatímann um 15% fyrir bíla almennt, 20% fyrir almenningssamgöngur og minnka þennan stopptíma um 50% og minnka mengun,“ segir Eyþór.Áætlað sé að setja svona ljósakerfi upp á hundrað og fimmtíu stöðum sem mun koma sér vel bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem munu spara bæði tíma og peninga. Verkefnið mun kosta einn og hálfan milljarð sem er aðeins brotabrot kostnaðar við aðrar dýrar aðgerðir segir Eyþór. Þá sé ávinningur metinn upp á áttatíu milljarða. „Góðar hugmyndir eru þannig að þegar er kominn tími á þær þá verða þær að veruleika. Ég á von á því að meirihlutinn pakki þessu inn svona eins og pulsu, við fáum að sjá þetta seinna. En þetta verður,“ segir Eyþór Arnalds. Tillögu Sjálfstæðisflokksins var vísað frá á fundi borgarstjórnar. Þá hefur verið unnið að samtengingu umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu og að miðlægri stýringu þeirra á undanförnum árum. Verkefnið, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, er unnið í samvinnu við Vegagerðina.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira