Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn vill snjallvæða umferðarljós Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2019 21:17 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Í nýrri greiningu sem gerð hefur verið fyrir Samtök iðnaðarins kemur fram að spara megi stórar fjárhæðir með því að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með ljósastýringu á álagstímum. Þrátt fyrir áherslu Reykjavíkurborgar á auknar almenningssamgöngur ferðist fleiri nú með Einkabílum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2012, eða 79 prósent á síðasta ári.Hlutfall einstaklinga sem ferðast með einkabílum í Reykjavík.stöð 2Samkvæmt greiningunni væri hægt að spara um 80 milljarða með skipulagðri ljósstýringu og tafir í umferðinni myndu minnka um fimmtán prósent. En við núverandi aðstæður megi áætla að um níu milljónum klukkustunda sé sóað vegna tafa í umferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að stýring umferðarljósa yrði snjallvædd.stöð 2„Ljósin hérna eru í rauninni með gamaldags kerfi sem er ekki mjög snjallt og innleiða [á] þá tækni sem allar borgir í nágrannalöndunum okkar eru með. Nota skynjarana og tölvurnar og láta umferðina ganga sem greiðast,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Umferðarflæði muni stjórna ljósunum en ekki öfugt. „Það mun fara eftir þörfunum hverju sinni, fyrir bæði gangandi, hjólandi og akandi. Þetta mun stytta ferðatímann um 15% fyrir bíla almennt, 20% fyrir almenningssamgöngur og minnka þennan stopptíma um 50% og minnka mengun,“ segir Eyþór.Áætlað sé að setja svona ljósakerfi upp á hundrað og fimmtíu stöðum sem mun koma sér vel bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem munu spara bæði tíma og peninga. Verkefnið mun kosta einn og hálfan milljarð sem er aðeins brotabrot kostnaðar við aðrar dýrar aðgerðir segir Eyþór. Þá sé ávinningur metinn upp á áttatíu milljarða. „Góðar hugmyndir eru þannig að þegar er kominn tími á þær þá verða þær að veruleika. Ég á von á því að meirihlutinn pakki þessu inn svona eins og pulsu, við fáum að sjá þetta seinna. En þetta verður,“ segir Eyþór Arnalds. Tillögu Sjálfstæðisflokksins var vísað frá á fundi borgarstjórnar. Þá hefur verið unnið að samtengingu umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu og að miðlægri stýringu þeirra á undanförnum árum. Verkefnið, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, er unnið í samvinnu við Vegagerðina. Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Í nýrri greiningu sem gerð hefur verið fyrir Samtök iðnaðarins kemur fram að spara megi stórar fjárhæðir með því að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með ljósastýringu á álagstímum. Þrátt fyrir áherslu Reykjavíkurborgar á auknar almenningssamgöngur ferðist fleiri nú með Einkabílum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2012, eða 79 prósent á síðasta ári.Hlutfall einstaklinga sem ferðast með einkabílum í Reykjavík.stöð 2Samkvæmt greiningunni væri hægt að spara um 80 milljarða með skipulagðri ljósstýringu og tafir í umferðinni myndu minnka um fimmtán prósent. En við núverandi aðstæður megi áætla að um níu milljónum klukkustunda sé sóað vegna tafa í umferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að stýring umferðarljósa yrði snjallvædd.stöð 2„Ljósin hérna eru í rauninni með gamaldags kerfi sem er ekki mjög snjallt og innleiða [á] þá tækni sem allar borgir í nágrannalöndunum okkar eru með. Nota skynjarana og tölvurnar og láta umferðina ganga sem greiðast,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Umferðarflæði muni stjórna ljósunum en ekki öfugt. „Það mun fara eftir þörfunum hverju sinni, fyrir bæði gangandi, hjólandi og akandi. Þetta mun stytta ferðatímann um 15% fyrir bíla almennt, 20% fyrir almenningssamgöngur og minnka þennan stopptíma um 50% og minnka mengun,“ segir Eyþór.Áætlað sé að setja svona ljósakerfi upp á hundrað og fimmtíu stöðum sem mun koma sér vel bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem munu spara bæði tíma og peninga. Verkefnið mun kosta einn og hálfan milljarð sem er aðeins brotabrot kostnaðar við aðrar dýrar aðgerðir segir Eyþór. Þá sé ávinningur metinn upp á áttatíu milljarða. „Góðar hugmyndir eru þannig að þegar er kominn tími á þær þá verða þær að veruleika. Ég á von á því að meirihlutinn pakki þessu inn svona eins og pulsu, við fáum að sjá þetta seinna. En þetta verður,“ segir Eyþór Arnalds. Tillögu Sjálfstæðisflokksins var vísað frá á fundi borgarstjórnar. Þá hefur verið unnið að samtengingu umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu og að miðlægri stýringu þeirra á undanförnum árum. Verkefnið, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, er unnið í samvinnu við Vegagerðina.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira