Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands: „Illa rökstudd áróðursskýrsla“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. janúar 2019 22:54 Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands er verulega gagnrýnin á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Vísir/vilhelm Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða við Ísland er „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum,“ og svarar ekki því sem henni er ætlað að svara að mati stjórnar Hvalaskoðunarsamtaka Íslands sem birti í kvöld harðorða yfirlýsingu vegna skýrslunnar. Stjórnin segir að engin tilraun hafi verið gerð til að útskýra hvernig stórauknar hvalveiðar geti verið efnahagslega sjálfbærar fyrir Ísland. Þá sé heldur ekki útskýrt hvaða hliðaráhrif veiðarnar kynnu að hafa á aðrar útflutningsgreinar þjóðarinnar. Stjórnin segir að það hljóti að teljast forkastanleg vinnubrögð að við gagnaöflun hafi ekki verið haft samband við Hvalaskoðunarsamtök Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar eða Íslandsstofu. Skýrslan getur að mati stjórnarinnar ekki nýst til ákvarðanatöku um áframhaldandi hvalveiðar við Ísland. „Forsendur um þjóðhagslegan ávinning af auknum hvalveiðum eru rangar eins og staðfest er af sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar. Það verður ekki betur séð en að skýrsluhöfundur hafi lagt af stað með fyrir fram gefna niðurstöðu og kappkostað að tína einkum til það sem þjónaði þeirri niðurstöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þetta hafi mistekist og niðurstaðan „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum sem tekur ekki raunverulegt tillit til hvalaskoðunar, ferðaþjónustu að öðru leyti, alþjóðlegra hagsmuna Íslands né dýravelferðarsjónarmiða.“ Stjórnin fer fram á að „raunverulegt hagsmunamat“ fari fram þar sem tekið sé tillit til framangreindra þátta. Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða við Ísland er „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum,“ og svarar ekki því sem henni er ætlað að svara að mati stjórnar Hvalaskoðunarsamtaka Íslands sem birti í kvöld harðorða yfirlýsingu vegna skýrslunnar. Stjórnin segir að engin tilraun hafi verið gerð til að útskýra hvernig stórauknar hvalveiðar geti verið efnahagslega sjálfbærar fyrir Ísland. Þá sé heldur ekki útskýrt hvaða hliðaráhrif veiðarnar kynnu að hafa á aðrar útflutningsgreinar þjóðarinnar. Stjórnin segir að það hljóti að teljast forkastanleg vinnubrögð að við gagnaöflun hafi ekki verið haft samband við Hvalaskoðunarsamtök Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar eða Íslandsstofu. Skýrslan getur að mati stjórnarinnar ekki nýst til ákvarðanatöku um áframhaldandi hvalveiðar við Ísland. „Forsendur um þjóðhagslegan ávinning af auknum hvalveiðum eru rangar eins og staðfest er af sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar. Það verður ekki betur séð en að skýrsluhöfundur hafi lagt af stað með fyrir fram gefna niðurstöðu og kappkostað að tína einkum til það sem þjónaði þeirri niðurstöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þetta hafi mistekist og niðurstaðan „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum sem tekur ekki raunverulegt tillit til hvalaskoðunar, ferðaþjónustu að öðru leyti, alþjóðlegra hagsmuna Íslands né dýravelferðarsjónarmiða.“ Stjórnin fer fram á að „raunverulegt hagsmunamat“ fari fram þar sem tekið sé tillit til framangreindra þátta.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32
Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04