Sambýliskona Gísla þakklát fyrir allan stuðninginn Birgir Olgeirsson skrifar 1. maí 2019 20:15 Gísli Þór Þórarinsson. Aðsend/Heiða Þórðar Elena Undeland, sambýliskona Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var myrtur í norska bænum Mehamn á laugardag, kveðst þakklát fyrir allan þann stuðning og velvild sem hún hefur fundið fyrir eftir andlát hans. Þetta kemur fram í viðtali við Elenu í héraðsmiðlinum iFinnmark. „Það hefur verið ljós í myrkrinu í þessari sorg að upplifa þennan frábæra stuðning,“ segir Elena. Hún segir bæði Íslendingasamfélagið í Mehamn, sem telur um 30 manns, og aðra íbúa bæjarins hafa veitt sér og börnum sínum ómetanlegan stuðning í þessari miklu sorg. „Fólk hjálpar til með bókstaflega allt. Fyrstu dagana hef ég fengið nokkra í heimsókn sem hafa haldið utan um mig og börnin. Fólk hefur eldað mat, tekið til og gist hjá mér. Þau hafa passað upp á að ég nái að sofa,“ útskýrir Elena í viðtalinu. Hún lýsir Gísla sem frábærum kærasta og góðum stjúpföður barna sinna. Hún kveðst reyna að forðast að fylgjast of mikið með því sem sagt er um málið í fjölmiðlum, en áreitið hafi verið mikið og hún vilji hlífa börnum sínum. Fréttaflutningur um málið geti tekið mikið á. Elena og fjölskylda Gísla Þórs hafa hafið undirbúning að útför hans en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Jarðneskar leifar Gísla verði sendar heim til Ísafjarðar og hann jarðsettur við hlið fjölskyldumeðlima. Minningarstund verði einnig haldin í Mehamn fyrir þá sem voru nákomnir Gísla en hafa ekki tök á að ferðast til Íslands til að vera viðstaddir útförina. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni er hafin söfnun til að standa straum af kostnaði við flutning Gísla heim til Íslands og segir Elena söfnunina hafa gengið vonum framar, það sem safnast muni umfram kostnað verði gefið til góðgerðarmála en söfnun stendur yfir bæði í Noregi og á Íslandi. „Til þessa hafa safnast 34 þúsund [norskar krónur]. Yfir 100 manns hafa lagt söfnuninni lið. Við erum afar þakklát,“ segir Elena. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Elena Undeland, sambýliskona Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var myrtur í norska bænum Mehamn á laugardag, kveðst þakklát fyrir allan þann stuðning og velvild sem hún hefur fundið fyrir eftir andlát hans. Þetta kemur fram í viðtali við Elenu í héraðsmiðlinum iFinnmark. „Það hefur verið ljós í myrkrinu í þessari sorg að upplifa þennan frábæra stuðning,“ segir Elena. Hún segir bæði Íslendingasamfélagið í Mehamn, sem telur um 30 manns, og aðra íbúa bæjarins hafa veitt sér og börnum sínum ómetanlegan stuðning í þessari miklu sorg. „Fólk hjálpar til með bókstaflega allt. Fyrstu dagana hef ég fengið nokkra í heimsókn sem hafa haldið utan um mig og börnin. Fólk hefur eldað mat, tekið til og gist hjá mér. Þau hafa passað upp á að ég nái að sofa,“ útskýrir Elena í viðtalinu. Hún lýsir Gísla sem frábærum kærasta og góðum stjúpföður barna sinna. Hún kveðst reyna að forðast að fylgjast of mikið með því sem sagt er um málið í fjölmiðlum, en áreitið hafi verið mikið og hún vilji hlífa börnum sínum. Fréttaflutningur um málið geti tekið mikið á. Elena og fjölskylda Gísla Þórs hafa hafið undirbúning að útför hans en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Jarðneskar leifar Gísla verði sendar heim til Ísafjarðar og hann jarðsettur við hlið fjölskyldumeðlima. Minningarstund verði einnig haldin í Mehamn fyrir þá sem voru nákomnir Gísla en hafa ekki tök á að ferðast til Íslands til að vera viðstaddir útförina. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni er hafin söfnun til að standa straum af kostnaði við flutning Gísla heim til Íslands og segir Elena söfnunina hafa gengið vonum framar, það sem safnast muni umfram kostnað verði gefið til góðgerðarmála en söfnun stendur yfir bæði í Noregi og á Íslandi. „Til þessa hafa safnast 34 þúsund [norskar krónur]. Yfir 100 manns hafa lagt söfnuninni lið. Við erum afar þakklát,“ segir Elena.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25
Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01
Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50