Innlent

Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bæjarstjórinn í Gamvik, nágrannabæ Memahnm, segir Gísla Þór hafa verið afar vel liðinn í bænum.
Bæjarstjórinn í Gamvik, nágrannabæ Memahnm, segir Gísla Þór hafa verið afar vel liðinn í bænum.
Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. Ákveðið hefur verið að safna fyrir kostnaði sem fylgir því að flytja hann heim til Íslands frá Noregi, sem og fyrir útfararkostnaði hér á landi.

„Þeir sem hafa áhuga og tök á að aðstoða við fjármögnun er bent á reikning sem hefur verið stofnaður í nafni Hans Þórðarsonar, bróður Gísla Þórs, en reikningsnúmerið er 0542-14-000566 kt.031271-5929. Ef umfram fjármagn safnast mun sú upphæð verða gefin til góðgerðamála,“ segir í tilkynningu sem sjá má í heild að neðan.

Tveir voru handteknir grunaðir um aðild að dauða Gísla Þórs. Annar þeirra, Gunnar Jóhann Gunnarsson hálfbróðir Gísla Þórs, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gærkvöldi. Viðurkenndi Gunnar Jóhann í Facebook-færslu augnablikum áður en hann var handtekinn að hafa orðið honum að bana. Hann hefði þó ekki ætlað að hleypa af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×