ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 11:36 Evrópusambandið hefur ítrekað lýst áhyggjum af breytingum á dómskerfi Póllands sem það telur grafa undan sjálfstæði dómstóla. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í dag nýja málsmeðferð vegna ætlaðra brota pólsku ríkisstjórnarinnar sem varða dómaramál í landinu. Hún telur að ný eftirlitsnefnd með störfum dómara stríði gegn sjálfstæði pólskra dómstóla. Hægristjórnin í Póllandi hefur verið sökuð um að reyna að fylla hæstarétt landsins af dómurum sem er henni að skapi. Framkvæmdastjórnin áminnti Pólverjar fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði árið 2017. Þá hefur hún opnað málsmeðferð vegna brota í tvígang áður vegna mála sem tengjast breytingum á dómskerfi Póllands, meðal annars þegar dómarar voru þvingaðir á eftirlaun. Aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar nú beinast að nýjum breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu. Samkvæmt því gætu dómarar verið dregnir fyrir aganefnd og verið refsað telji stjórnvöld dóma þeirra óviðunandi. Aganefndin er aðeins skipuð dómurum sem voru tilnefndir af dómstólaráði sem stjórnarflokkurinn raðaði fulltrúum í, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar segir að fyrirkomulagið tryggi ekki sjálfstæði pólskra dómara þar sem það verji þá ekki fyrir pólitískum afskiptum. Forseti pólsku aganefndarinnar hefði samkvæmt tillögum pólsku stjórnarinnar nær óskorðað vald til ákveða hvort hann tæki upp mál. Pólska ríkisstjórnin hefur nú tvo mánuði til að bregðast við kvörtun framkvæmdastjórnarinnar. Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu. 19. október 2018 14:17 Úrskurður gegn dómaralögum Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. 20. október 2018 08:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í dag nýja málsmeðferð vegna ætlaðra brota pólsku ríkisstjórnarinnar sem varða dómaramál í landinu. Hún telur að ný eftirlitsnefnd með störfum dómara stríði gegn sjálfstæði pólskra dómstóla. Hægristjórnin í Póllandi hefur verið sökuð um að reyna að fylla hæstarétt landsins af dómurum sem er henni að skapi. Framkvæmdastjórnin áminnti Pólverjar fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði árið 2017. Þá hefur hún opnað málsmeðferð vegna brota í tvígang áður vegna mála sem tengjast breytingum á dómskerfi Póllands, meðal annars þegar dómarar voru þvingaðir á eftirlaun. Aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar nú beinast að nýjum breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu. Samkvæmt því gætu dómarar verið dregnir fyrir aganefnd og verið refsað telji stjórnvöld dóma þeirra óviðunandi. Aganefndin er aðeins skipuð dómurum sem voru tilnefndir af dómstólaráði sem stjórnarflokkurinn raðaði fulltrúum í, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar segir að fyrirkomulagið tryggi ekki sjálfstæði pólskra dómara þar sem það verji þá ekki fyrir pólitískum afskiptum. Forseti pólsku aganefndarinnar hefði samkvæmt tillögum pólsku stjórnarinnar nær óskorðað vald til ákveða hvort hann tæki upp mál. Pólska ríkisstjórnin hefur nú tvo mánuði til að bregðast við kvörtun framkvæmdastjórnarinnar.
Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu. 19. október 2018 14:17 Úrskurður gegn dómaralögum Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. 20. október 2018 08:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu. 19. október 2018 14:17
Úrskurður gegn dómaralögum Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. 20. október 2018 08:00
Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00