Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 19:30 Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. Stjórnvöld hafi fylgst vel með þróun mála hjá félaginu undanfarna mánuði. Lánadrottnar félagsins hafa frest til næsta mánudags til að taka afstöðu til stórfelldra niðurfellinga skulda félagsins sem þó er ekki víst að dugi til að nýir fjárfestar komi að félaginu. Morgunblaðið og Fréttablaðið greina bæði frá því í dag að WOW air hafi viðrað það við stjórnvöld að fá ríkisábyrgð á lán frá Arion banka til skamms tíma til rekstrar félagsins. Þetta hefur hvergi fengist staðfest og fátt hefur verið um svör frá WOW. Hins vegar segir í umfjöllun turisti.is að vafi leiki á því hvort Skúli Mogensen og Indigo Partners eigi ennþá í samningaviðræðum um fjárfestingu Indigo í flugfélaginu. „Blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingafélagsins neitaði í gærkvöldi að svara spurningu Túrista um hvort viðræðurnar væru í gangi eða ekki,“ segir á vef Túrista. Liv Bergþórsdóttir, stjórnarformaður WOW, vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. En Túristi telur stöðu félagsins versna dag frá degi og skuldbindingar aukist bæði gagnvart farþegum og starfsmönnum sem og kröfuhöfum, birgjum og stjórnvöldum sem fylgjast meðúr fjarlægð að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Auðvitað er WOW stórt fyrirtæki og það skiptir auðvitað máli hvernig þeim gengur að klára sín mál. Það er auðvitaðástæða þess að við höfum fylgst grannt með þróun mála. En vonum auðvitað það besta,“ segir Katrín. Þegar lággjaldaflugfélagið Air Berlin fór í þrot 2017 ábyrgðust þýsk stjórnvöld reksturinn þar til félagið var selt.Vísir/VilhelmEruð þiðaðskoða alls konar svona leiðir efáfalliðyrði?„Við höfum farið yfir alla valkosti í stöðunni að sjálfsögðu og fylgst vel með málum í raun og veru marga undanfarna mánuði. Það er í sjálfu sér ekkert sem liggur fyrir á þessari stundu,“ segir forsætisráðherra. Hún sagðist hins vegar ekki getað tjáð sig um það hvort WOW Air hafi óskað eftir ríkisábyrgð á lán eða ekki. Það sé ljóst að flugfélög víða um heima glími við vanda.Erþetta félag sem máfaraáhausinn?„Það er þannig að sem betur fer eru margar stoðir undir íslensku efnahagslífi. En við erum auðvitað líka lítið hagkerfi. Þannig að þetta skiptir allt máli alveg eins og þegar ekki veiðist loðna. Þá hefur það að sjálfsögðu áhrif áíslenskt hagkerfi og ef það verður einhver brestur í ferðaþjónustu þá hefur það áhrif,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. 20. mars 2019 11:45 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. Stjórnvöld hafi fylgst vel með þróun mála hjá félaginu undanfarna mánuði. Lánadrottnar félagsins hafa frest til næsta mánudags til að taka afstöðu til stórfelldra niðurfellinga skulda félagsins sem þó er ekki víst að dugi til að nýir fjárfestar komi að félaginu. Morgunblaðið og Fréttablaðið greina bæði frá því í dag að WOW air hafi viðrað það við stjórnvöld að fá ríkisábyrgð á lán frá Arion banka til skamms tíma til rekstrar félagsins. Þetta hefur hvergi fengist staðfest og fátt hefur verið um svör frá WOW. Hins vegar segir í umfjöllun turisti.is að vafi leiki á því hvort Skúli Mogensen og Indigo Partners eigi ennþá í samningaviðræðum um fjárfestingu Indigo í flugfélaginu. „Blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingafélagsins neitaði í gærkvöldi að svara spurningu Túrista um hvort viðræðurnar væru í gangi eða ekki,“ segir á vef Túrista. Liv Bergþórsdóttir, stjórnarformaður WOW, vildi ekki tjá sig um stöðu mála þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. En Túristi telur stöðu félagsins versna dag frá degi og skuldbindingar aukist bæði gagnvart farþegum og starfsmönnum sem og kröfuhöfum, birgjum og stjórnvöldum sem fylgjast meðúr fjarlægð að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Auðvitað er WOW stórt fyrirtæki og það skiptir auðvitað máli hvernig þeim gengur að klára sín mál. Það er auðvitaðástæða þess að við höfum fylgst grannt með þróun mála. En vonum auðvitað það besta,“ segir Katrín. Þegar lággjaldaflugfélagið Air Berlin fór í þrot 2017 ábyrgðust þýsk stjórnvöld reksturinn þar til félagið var selt.Vísir/VilhelmEruð þiðaðskoða alls konar svona leiðir efáfalliðyrði?„Við höfum farið yfir alla valkosti í stöðunni að sjálfsögðu og fylgst vel með málum í raun og veru marga undanfarna mánuði. Það er í sjálfu sér ekkert sem liggur fyrir á þessari stundu,“ segir forsætisráðherra. Hún sagðist hins vegar ekki getað tjáð sig um það hvort WOW Air hafi óskað eftir ríkisábyrgð á lán eða ekki. Það sé ljóst að flugfélög víða um heima glími við vanda.Erþetta félag sem máfaraáhausinn?„Það er þannig að sem betur fer eru margar stoðir undir íslensku efnahagslífi. En við erum auðvitað líka lítið hagkerfi. Þannig að þetta skiptir allt máli alveg eins og þegar ekki veiðist loðna. Þá hefur það að sjálfsögðu áhrif áíslenskt hagkerfi og ef það verður einhver brestur í ferðaþjónustu þá hefur það áhrif,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. 20. mars 2019 11:45 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. 20. mars 2019 11:45
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15