Viðskipti innlent

Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vél Icelandair flýgur hér yfir Reykjavík.
Vél Icelandair flýgur hér yfir Reykjavík. Vísir/vilhelm
Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Nú á ellefta tímanum hefur hluti hækkunarinnar gengið til baka og nemur nú um 9 prósentum sem stendur. Önnur félög í Kauphöllinni hafa þó lækkað það sem af er degi, flest um á bilinu 1 til 2,5 prósent.

Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo væru komnar í öngstræti. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“

Ætla má að þessa skörpu hækkun í dag megi því rekja til frétta morgunsins af viðræðum WOW Air og Indigo Partners, en talið er að nú sé tvísýnna um að þær nái fram að ganga. Ekki eru nema tæpar tvær síðan að því var lýst yfir að Indigo væri tilbúið að auka fjárfestingu sína í WOW um 15 milljónir dala, sem greinandi sem fréttastofa ræddi við taldi jákvæð tíðindi.

Þá á WOW jafnvel að hafa falast eftir ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, er jafnframt sagður hafa leitað aftur til Icelandair um síðastliðin mánaðamót með það fyrir augum að fá þennan helsta keppinaut sinn aftur að samningaborðinu.

Sjá einnig: WOW air falast eftir ríkisábyrgð

Þó ekkert hafi orðið að því ber fréttaflutningur helgarinnar hins vegar með sér að WOW sé orðinn álitlegri kostur fyrir Icelandair eftir hrakfarir Boeing á síðustu dögum. Kyrrsetning á Boeing 737 Max-þotum um allan heim hafi skyndilega hækkað verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus-vélum.

Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um gang viðræðnanna, allt frá því að þær hófust formlega í lok nóvember. Indigo og WOW hafa gefið sér til loka þessa mánaðar til að ganga frá lausum endum og munu viðræðurnar því hafa staðið yfir í fjóra mánuði.

Upplýsingafulltrúi Indigo Partners vildi þannig ekki tjá sig um gang viðræðnanna í samtali við ferðamálasíðuna Túrista í gærkvöldi, ekki einu sinni hvort samningaviðræðurnar væru yfirhöfuð í gangi. Upplýsingafulltrúi WOW skýldi sér á bakvið þá staðreynd að skuldabréf WOW væru skráð í kauphöll í Svíþjóð.


Tengdar fréttir

WOW air falast eftir ríkisábyrgð

Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,82
19
670.520
MAREL
1,72
88
883.907
EIM
1,33
9
58.796
ICEAIR
1,1
118
837.465
ISB
0,96
66
237.933

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,27
13
21.740
EIK
-0,81
3
717
BRIM
-0,68
9
151.875
SJOVA
-0,51
10
48.526
HAGA
-0,39
12
340.369
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.