Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:38 Vél Icelandair flýgur hér yfir Reykjavík. Vísir/vilhelm Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Nú á ellefta tímanum hefur hluti hækkunarinnar gengið til baka og nemur nú um 9 prósentum sem stendur. Önnur félög í Kauphöllinni hafa þó lækkað það sem af er degi, flest um á bilinu 1 til 2,5 prósent. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo væru komnar í öngstræti. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“ Ætla má að þessa skörpu hækkun í dag megi því rekja til frétta morgunsins af viðræðum WOW Air og Indigo Partners, en talið er að nú sé tvísýnna um að þær nái fram að ganga. Ekki eru nema tæpar tvær síðan að því var lýst yfir að Indigo væri tilbúið að auka fjárfestingu sína í WOW um 15 milljónir dala, sem greinandi sem fréttastofa ræddi við taldi jákvæð tíðindi.Þá á WOW jafnvel að hafa falast eftir ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, er jafnframt sagður hafa leitað aftur til Icelandair um síðastliðin mánaðamót með það fyrir augum að fá þennan helsta keppinaut sinn aftur að samningaborðinu.Sjá einnig: WOW air falast eftir ríkisábyrgðÞó ekkert hafi orðið að því ber fréttaflutningur helgarinnar hins vegar með sér að WOW sé orðinn álitlegri kostur fyrir Icelandair eftir hrakfarir Boeing á síðustu dögum. Kyrrsetning á Boeing 737 Max-þotum um allan heim hafi skyndilega hækkað verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus-vélum. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um gang viðræðnanna, allt frá því að þær hófust formlega í lok nóvember. Indigo og WOW hafa gefið sér til loka þessa mánaðar til að ganga frá lausum endum og munu viðræðurnar því hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Upplýsingafulltrúi Indigo Partners vildi þannig ekki tjá sig um gang viðræðnanna í samtali við ferðamálasíðuna Túrista í gærkvöldi, ekki einu sinni hvort samningaviðræðurnar væru yfirhöfuð í gangi. Upplýsingafulltrúi WOW skýldi sér á bakvið þá staðreynd að skuldabréf WOW væru skráð í kauphöll í Svíþjóð. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Nú á ellefta tímanum hefur hluti hækkunarinnar gengið til baka og nemur nú um 9 prósentum sem stendur. Önnur félög í Kauphöllinni hafa þó lækkað það sem af er degi, flest um á bilinu 1 til 2,5 prósent. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo væru komnar í öngstræti. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“ Ætla má að þessa skörpu hækkun í dag megi því rekja til frétta morgunsins af viðræðum WOW Air og Indigo Partners, en talið er að nú sé tvísýnna um að þær nái fram að ganga. Ekki eru nema tæpar tvær síðan að því var lýst yfir að Indigo væri tilbúið að auka fjárfestingu sína í WOW um 15 milljónir dala, sem greinandi sem fréttastofa ræddi við taldi jákvæð tíðindi.Þá á WOW jafnvel að hafa falast eftir ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, er jafnframt sagður hafa leitað aftur til Icelandair um síðastliðin mánaðamót með það fyrir augum að fá þennan helsta keppinaut sinn aftur að samningaborðinu.Sjá einnig: WOW air falast eftir ríkisábyrgðÞó ekkert hafi orðið að því ber fréttaflutningur helgarinnar hins vegar með sér að WOW sé orðinn álitlegri kostur fyrir Icelandair eftir hrakfarir Boeing á síðustu dögum. Kyrrsetning á Boeing 737 Max-þotum um allan heim hafi skyndilega hækkað verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus-vélum. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um gang viðræðnanna, allt frá því að þær hófust formlega í lok nóvember. Indigo og WOW hafa gefið sér til loka þessa mánaðar til að ganga frá lausum endum og munu viðræðurnar því hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Upplýsingafulltrúi Indigo Partners vildi þannig ekki tjá sig um gang viðræðnanna í samtali við ferðamálasíðuna Túrista í gærkvöldi, ekki einu sinni hvort samningaviðræðurnar væru yfirhöfuð í gangi. Upplýsingafulltrúi WOW skýldi sér á bakvið þá staðreynd að skuldabréf WOW væru skráð í kauphöll í Svíþjóð.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15
Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55