Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 06:28 Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í liðinni viku. Vísir/Sigurjón Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar „endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja.“ Hann undrast gagnrýnina sem innri rannsókn Samherja hefur hlotið, en Wikborg Rein heyrir beint undir stjórn fyrirtækisins. Í aðdraganda umfjöllunarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem þess var getið að norska lögmannsstofan hafi verið fengin til að kanna framferði fyrirtækisins í Namibíu. Ætlunin væri að varpa ljósi á það hvort einhver fótur væri fyrir þeirri mynd sem dregin var upp í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar; af mútugreiðslum, flókinni fléttu aflandsfélaga o.s.frv. Útspil Samherja sætti samstundis gagnrýni, til að mynda frá lögmanninum Evu Joly sem ver hagsmuni uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar. Hún telur slíka innri rannsókn með öllu óþarfa, Samherjamenn viti mætavel hvernig í pottinn var búið í Namibíu.Rannsakandi fékk skattaskjólspósta Þar að auki hafi fyrri rannsóknir Samherja ekki þótt trúverðugar. Samherjaskjölin bendi til að fyrrverandi ransóknarlögreglumaður sem fyrirtækið sendi til Namibíu, að sögn Samherja til að rannsaka starfshætti uppljóstrarans, hafi sjálfur setið fundi með meintum mútuþegum og fengið afrit af tölvupóstum um greiðslur í skattaskjól. Forstjórinn Björgólfur segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að sér þyki hins vegar furðulegt að stjórn Samherja sé gagnrýnd fyrir að fá lögmannsstofu til að rannsaka meint lögbrot Samherja í Afríku. Sem fyrr segir lýtur gagnrýnin ekki síst að því að Samherji sé bæði verkkaupi og til rannsóknar hjá Wikborg Rein. Björgólfur segir hins vegar að ráðningarsamband lögmannsstofunnar og Samherja sé það sama og þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. Traustið sé ofar öllu. „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ segir Björgólfur við Viðskiptablaðið. Mál Samherja eru þó til skoðunar hjá öðrum en Wikborg Rein, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Í viðtalinu við Viðskiptablaðið ítrekar Björgólfur það sem hann hefur áður sagt; að Samherji sé tilbúinn til samstarfs með öllum þeim opinberu stofnunum sem fara þess á leit. „Við viljum ekki að draga neitt undan í því. Við munum starfa með öllum þeim yfirvöldum sem þess óska og þau munu fá aðgang að gögnum eins og þau telja sig þurfa.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar „endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja.“ Hann undrast gagnrýnina sem innri rannsókn Samherja hefur hlotið, en Wikborg Rein heyrir beint undir stjórn fyrirtækisins. Í aðdraganda umfjöllunarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem þess var getið að norska lögmannsstofan hafi verið fengin til að kanna framferði fyrirtækisins í Namibíu. Ætlunin væri að varpa ljósi á það hvort einhver fótur væri fyrir þeirri mynd sem dregin var upp í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar; af mútugreiðslum, flókinni fléttu aflandsfélaga o.s.frv. Útspil Samherja sætti samstundis gagnrýni, til að mynda frá lögmanninum Evu Joly sem ver hagsmuni uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar. Hún telur slíka innri rannsókn með öllu óþarfa, Samherjamenn viti mætavel hvernig í pottinn var búið í Namibíu.Rannsakandi fékk skattaskjólspósta Þar að auki hafi fyrri rannsóknir Samherja ekki þótt trúverðugar. Samherjaskjölin bendi til að fyrrverandi ransóknarlögreglumaður sem fyrirtækið sendi til Namibíu, að sögn Samherja til að rannsaka starfshætti uppljóstrarans, hafi sjálfur setið fundi með meintum mútuþegum og fengið afrit af tölvupóstum um greiðslur í skattaskjól. Forstjórinn Björgólfur segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að sér þyki hins vegar furðulegt að stjórn Samherja sé gagnrýnd fyrir að fá lögmannsstofu til að rannsaka meint lögbrot Samherja í Afríku. Sem fyrr segir lýtur gagnrýnin ekki síst að því að Samherji sé bæði verkkaupi og til rannsóknar hjá Wikborg Rein. Björgólfur segir hins vegar að ráðningarsamband lögmannsstofunnar og Samherja sé það sama og þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. Traustið sé ofar öllu. „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ segir Björgólfur við Viðskiptablaðið. Mál Samherja eru þó til skoðunar hjá öðrum en Wikborg Rein, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Í viðtalinu við Viðskiptablaðið ítrekar Björgólfur það sem hann hefur áður sagt; að Samherji sé tilbúinn til samstarfs með öllum þeim opinberu stofnunum sem fara þess á leit. „Við viljum ekki að draga neitt undan í því. Við munum starfa með öllum þeim yfirvöldum sem þess óska og þau munu fá aðgang að gögnum eins og þau telja sig þurfa.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00
Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00
Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33