Fótbolti

Ari Freyr á skotskónum í jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. vísir/skjáskot
Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var á skotskónum í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Lið hans, Oostende, fékk Mouscron í heimsókn og Fashion Sakala kom Oostende yfir undir lok fyrri hálfleiks. 

Stipe Perica jafnaði metin fyrir Mouscron á 68.mínútu skömmu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu. Ari Freyr fór á punktinn og skoraði. Perica jafnaði hins vegar fyrir gestina í annað sinn á lokamínútu leiksins. Lokatölur 2-2.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.