Helgi Áss segir fisk undir steini vegna brottvikningar Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2019 11:07 Helgi Áss telur einsýnt að eitthvað búi að baki því að hann var látinn fara frá Háskóla Íslands en þar hefur hann verið vel liðinn kennari. Skrifstofa rektors segir málið ekki svo einfalt. Kristinn Ingvarsson Háskóli Íslands hefur látið Helga Áss Grétarsson dósent við lagadeildina fara. Uppgefin ástæða, að sögn Helga, er sú að hann hafi ekki birt nógu mikið af fræðigreinum á ritstýrðum vettvangi, en Helgi hefur verið dósent við skólann nú í sjö ár. Áður var hann hjá Lagastofnun í sex ár. Hann telur sig hafa lagt mikið af mörkum í kennslumálum og hefur þótt vinsæll kennari. „Auðvitað liggur meira að baki, það er alveg á hreinu,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Mun eiga sér eftirmál Ekki þarf að hafa komið til áminningar í þessu tilfelli því um er að ræða ákvörðun um fastráðningu. Þá þurfa slík mál ekki að fara í slíkan farveg. Helgi segist ætla að skoða stöðu sína betur. „Málsmeðferðin er þess eðlis að ég hef ástæðu til að halda áfram með málið. Það var ekki farið eftir ákveðnum reglum að teknu tilliti til þess í hvaða farveg málið fór, ekki tekin ákvörðun fyrr en seint, mér var haldið í óvissu og svo framvegis.“ Hann segir þannig starfslokin eiga sér sinn aðdraganda og muni þannig sjálfsagt eiga sín eftirmál. Síðar verður frekari ljósi varpað á þau málefni. Helgi segir það verða að koma í ljós, hann þurfi nú að fara að leita sér að öðrum verkefnum.Og farir þá kannski að tefla meira en verið hefur?„Það er aldrei að vita,“ segir Helgi sem er stórmeistari í skák.Uppfært 11:40: Háskólinn segir málið hafa verið í ferli Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá varðar málið umsókn einstaklings sem gegnt hefur tímabundinni stöðu við skólann um ótímabundna ráðningu. Þar innan dyra líta menn svo ekki á að um brottrekstur hafi verið að ræða heldur var málið til afgreiðslu að teknu tilliti til þeirrar spurningar. „Umsókn þar að lútandi er í viðeigandi ferli innan skólans en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Að öðru leiti tjáir háskólinn sig ekki um málefni einstakra starfsmanna en vísar í reglur Háskóla Íslands um framgang og ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna.“ Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Háskóli Íslands hefur látið Helga Áss Grétarsson dósent við lagadeildina fara. Uppgefin ástæða, að sögn Helga, er sú að hann hafi ekki birt nógu mikið af fræðigreinum á ritstýrðum vettvangi, en Helgi hefur verið dósent við skólann nú í sjö ár. Áður var hann hjá Lagastofnun í sex ár. Hann telur sig hafa lagt mikið af mörkum í kennslumálum og hefur þótt vinsæll kennari. „Auðvitað liggur meira að baki, það er alveg á hreinu,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Mun eiga sér eftirmál Ekki þarf að hafa komið til áminningar í þessu tilfelli því um er að ræða ákvörðun um fastráðningu. Þá þurfa slík mál ekki að fara í slíkan farveg. Helgi segist ætla að skoða stöðu sína betur. „Málsmeðferðin er þess eðlis að ég hef ástæðu til að halda áfram með málið. Það var ekki farið eftir ákveðnum reglum að teknu tilliti til þess í hvaða farveg málið fór, ekki tekin ákvörðun fyrr en seint, mér var haldið í óvissu og svo framvegis.“ Hann segir þannig starfslokin eiga sér sinn aðdraganda og muni þannig sjálfsagt eiga sín eftirmál. Síðar verður frekari ljósi varpað á þau málefni. Helgi segir það verða að koma í ljós, hann þurfi nú að fara að leita sér að öðrum verkefnum.Og farir þá kannski að tefla meira en verið hefur?„Það er aldrei að vita,“ segir Helgi sem er stórmeistari í skák.Uppfært 11:40: Háskólinn segir málið hafa verið í ferli Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá varðar málið umsókn einstaklings sem gegnt hefur tímabundinni stöðu við skólann um ótímabundna ráðningu. Þar innan dyra líta menn svo ekki á að um brottrekstur hafi verið að ræða heldur var málið til afgreiðslu að teknu tilliti til þeirrar spurningar. „Umsókn þar að lútandi er í viðeigandi ferli innan skólans en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Að öðru leiti tjáir háskólinn sig ekki um málefni einstakra starfsmanna en vísar í reglur Háskóla Íslands um framgang og ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna.“
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira