Stefna á að semja um þinglok í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2019 15:38 Það er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem boðar formenn flokkanna til fundar klukkan 16 til að reyna að semja um þinglok. vísir/vilhelm Klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. Á fundinum er stefnt að því að semja um þinglok og eru allar líkur taldar á því að flokkarnir nái saman um hvernig ljúka skal þingi samkvæmt heimildum Vísis en fjallað var um málið fyrr í dag á vef Kjarnans. Fundað var um málið frá klukkan 11:30 í dag og til um það bil 14:30 og miðaði þá nokkuð í samningaviðræðunum. Í raun er um tvíhliða samkomulag að ræða, ef af verður, þar sem ríkisstjórnin semur annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar við hina stjórnarandstöðuflokkana fjóra um önnur mál. Samkomulagið felur það í sér að síðsumarþing verði þar sem orkupakkamálin verða rædd í tvo til þrjá daga og þá munu nokkur þingmannamál frá stjórnarandstöðu verða afgreidd fyrir þinglok.Sjá einnig:Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins Frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð verður ekki afgreitt á þessu þingi en frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits verður hins vegar afgreitt. Þá verður frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskeldi einnig klárað fyrir þinglok sem og breytt fjármálastefna og frumvarp menntamálaráðherra um eitt leyfisbréf til kennslu. Ljúka átti þingi í síðustu viku en það hefur reynst þrautin þyngri að semja um þinglok, meðal annars vegna andstöðu Miðflokksins við orkupakkann og svo andstöðu annarra stjórnarandstöðuflokka við nokkur önnur mál. Stefnt er á að ljúka þingi á laugardagskvöld samkvæmt heimildum Vísis en þing gæti þó dregist fram í næstu viku þar sem stór mál bíða afgreiðslu á lokametrunum.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Tengdar fréttir Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9. júní 2019 19:30 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Þriðji orkupakkinn enn aftarlega í dagskrá þingsins Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma. 7. júní 2019 07:54 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. Á fundinum er stefnt að því að semja um þinglok og eru allar líkur taldar á því að flokkarnir nái saman um hvernig ljúka skal þingi samkvæmt heimildum Vísis en fjallað var um málið fyrr í dag á vef Kjarnans. Fundað var um málið frá klukkan 11:30 í dag og til um það bil 14:30 og miðaði þá nokkuð í samningaviðræðunum. Í raun er um tvíhliða samkomulag að ræða, ef af verður, þar sem ríkisstjórnin semur annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar við hina stjórnarandstöðuflokkana fjóra um önnur mál. Samkomulagið felur það í sér að síðsumarþing verði þar sem orkupakkamálin verða rædd í tvo til þrjá daga og þá munu nokkur þingmannamál frá stjórnarandstöðu verða afgreidd fyrir þinglok.Sjá einnig:Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins Frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð verður ekki afgreitt á þessu þingi en frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits verður hins vegar afgreitt. Þá verður frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskeldi einnig klárað fyrir þinglok sem og breytt fjármálastefna og frumvarp menntamálaráðherra um eitt leyfisbréf til kennslu. Ljúka átti þingi í síðustu viku en það hefur reynst þrautin þyngri að semja um þinglok, meðal annars vegna andstöðu Miðflokksins við orkupakkann og svo andstöðu annarra stjórnarandstöðuflokka við nokkur önnur mál. Stefnt er á að ljúka þingi á laugardagskvöld samkvæmt heimildum Vísis en þing gæti þó dregist fram í næstu viku þar sem stór mál bíða afgreiðslu á lokametrunum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Tengdar fréttir Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9. júní 2019 19:30 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Þriðji orkupakkinn enn aftarlega í dagskrá þingsins Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma. 7. júní 2019 07:54 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9. júní 2019 19:30
Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01
Þriðji orkupakkinn enn aftarlega í dagskrá þingsins Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma. 7. júní 2019 07:54