Innlent

Þriðji orku­pakkinn enn aftar­lega í dag­skrá þingsins

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þriðji orkupakkinn, sem þessir þingmenn Miðflokksins, hafa barist ötullega gegn er enn aftarlega í dagskrá þingsins.
Þriðji orkupakkinn, sem þessir þingmenn Miðflokksins, hafa barist ötullega gegn er enn aftarlega í dagskrá þingsins. visir/vilhelm
Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma.

Ýmis mál voru tekin fyrir, þar á meðal lauk umræðu um sex lagafrumvörp sem nú bíða afgreiðslu auk þess sem fleiri mál voru rædd sem annað hvort bíða afgreiðslu eða þriðju umræðu.

Þriðji orkupakkinn komst hins vegar ekki á dagskrá í gær en næsti fundur er boðaður núna klukkan tíu.

47 mál eru á dagskránni og samkvæmt henni er þriðji orkupakkinn númer 44 í röðinni.

Þá eru mál sem snúa að sameiningu Seðlabankans og Fjármáleftirlitsins einnig aftarlega í dagskránni en þingfundir mun byrja á atkvæðagreiðslum um fjölda mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×