Ár og vötn þornað upp í sumar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2019 10:45 Eins og sést á myndinni er afskaplega lítið vatn í Hornsá. melkorka sól pétursdóttir Kleifarvatn hefur lækkað um einn metra frá því um miðjan maí og eru ár víðast hvar orðnar mjög vatnslitlar vegna lítillar úrkomu. Verst er ástandið á Vesturlandi sem þó virðist ekki hafa áhrif á vatnsból landsins. Lítið hefur bólað á úrkomu á landinu í sumar, sér í lagi á Vesturlandi og má sjá mikinn þurrk víðast hvar á landinu. Að sögn framkvæmdastjóra athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar má sjá afleiðingar þurrkatíðar birtast í vatnslitlum ám, kraftminni fossum og lækkun yfirborðs vatna. Kleifarvatn hefur til að mynda lækkað um einn meter frá því um miðjan maí. Að sögn Veðurstofunnar eru orsakir lækkunarinnar þurrkar og lítil úrkoma.Kaldá er líka þornuð upp.melkorka sól pétursdóttirLíkt og sést í fréttinni hér fyrir neðan hefur Rauðavatn þornað að miklu leyti vegna þurrka og lítillar úrkomu, en venjulega er staurinn ofan í vatninu. Engar mælingar fara fram á Rauðavatni að sögn Veðurstofunnar og því erfitt að erfitt að segja til um hve mikill hluti vatnsins er horfinn. Að sögn Péturs Davíðssonar, bónda í Skorradal, hefur Dragá í Skorradal þornað upp í sumar en ekkert hefur rignt á svæðinu af krafti síðan í maí. Svipaða sögu er að segja af Kaldá, Álfsteinsá og Hornsá en þær eiga allar upptök í Skarðsheiðinni og eru orðnar ansi vatnslitlar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni þarf að rigna töluvert svo að vatn fari í árnar, en jarðvegurinn er víðast hvar orðinn svo þurr að hann virkar eins og svampur og dregur í sig vökvann áður en vatn fer að sjást í árfarveginum. Auk áa hefur vatnsmagn farið minkandi í Öxarárfossi sem áður var mun kraftmeiri. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum hefur sérstaklega verið fylgst með vatnsbólum þar sem tíðin hefur verið óvenju þurr. Þurrkatíðin hefur þó ekki haft áhrif á drykkjarvatn þar sem öll vatnsból Veitna hafa ekki nálgast skort. Grindavík Umhverfismál Veður Mest lesið Neyðarlending á þjóðveginum Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Innlent „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Innlent Allt farið í hund og kött á þinginu Innlent Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Innlent „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Erlent Skipstjórinn svarar fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Neyðarlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sálfræðingar felldu aftur kjarasamning Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Ásthildur Lóa snýr aftur Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Dregur vélarvana bát að landi Notkun svefnlyfja gæti haft alvarleg áhrif á eldri borgara Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Oscar hafi veitt takmörkuð svör Skipstjórinn svarar fyrir sig Lyfjanotkun eldri borgara og mótmæli á Austurvelli „Við erum klár í bátana og með sterka innviði“ Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sjá meira
Kleifarvatn hefur lækkað um einn metra frá því um miðjan maí og eru ár víðast hvar orðnar mjög vatnslitlar vegna lítillar úrkomu. Verst er ástandið á Vesturlandi sem þó virðist ekki hafa áhrif á vatnsból landsins. Lítið hefur bólað á úrkomu á landinu í sumar, sér í lagi á Vesturlandi og má sjá mikinn þurrk víðast hvar á landinu. Að sögn framkvæmdastjóra athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar má sjá afleiðingar þurrkatíðar birtast í vatnslitlum ám, kraftminni fossum og lækkun yfirborðs vatna. Kleifarvatn hefur til að mynda lækkað um einn meter frá því um miðjan maí. Að sögn Veðurstofunnar eru orsakir lækkunarinnar þurrkar og lítil úrkoma.Kaldá er líka þornuð upp.melkorka sól pétursdóttirLíkt og sést í fréttinni hér fyrir neðan hefur Rauðavatn þornað að miklu leyti vegna þurrka og lítillar úrkomu, en venjulega er staurinn ofan í vatninu. Engar mælingar fara fram á Rauðavatni að sögn Veðurstofunnar og því erfitt að erfitt að segja til um hve mikill hluti vatnsins er horfinn. Að sögn Péturs Davíðssonar, bónda í Skorradal, hefur Dragá í Skorradal þornað upp í sumar en ekkert hefur rignt á svæðinu af krafti síðan í maí. Svipaða sögu er að segja af Kaldá, Álfsteinsá og Hornsá en þær eiga allar upptök í Skarðsheiðinni og eru orðnar ansi vatnslitlar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni þarf að rigna töluvert svo að vatn fari í árnar, en jarðvegurinn er víðast hvar orðinn svo þurr að hann virkar eins og svampur og dregur í sig vökvann áður en vatn fer að sjást í árfarveginum. Auk áa hefur vatnsmagn farið minkandi í Öxarárfossi sem áður var mun kraftmeiri. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum hefur sérstaklega verið fylgst með vatnsbólum þar sem tíðin hefur verið óvenju þurr. Þurrkatíðin hefur þó ekki haft áhrif á drykkjarvatn þar sem öll vatnsból Veitna hafa ekki nálgast skort.
Grindavík Umhverfismál Veður Mest lesið Neyðarlending á þjóðveginum Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Innlent „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Innlent Allt farið í hund og kött á þinginu Innlent Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Innlent „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Erlent Skipstjórinn svarar fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Neyðarlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sálfræðingar felldu aftur kjarasamning Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Ásthildur Lóa snýr aftur Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Dregur vélarvana bát að landi Notkun svefnlyfja gæti haft alvarleg áhrif á eldri borgara Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Oscar hafi veitt takmörkuð svör Skipstjórinn svarar fyrir sig Lyfjanotkun eldri borgara og mótmæli á Austurvelli „Við erum klár í bátana og með sterka innviði“ Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sjá meira