Hlé gert á leitinni í Þingvallavatni Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 16:53 Kafarar Landhelgisgæslunnar hafa aðstoðað við leitina að manninum. Landhelgisgæslan Lögregla hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska manninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. „Fylgst verður sérstaklega með vatninu en komi ekkert nýtt upp munu bakkar þess verða gengnir að 3 til 4 vikum liðnum til að kanna hvort eitthvað henni tengt hafi rekið að landi,“ eins og segir í tilkynningu lögreglunnar. Greint var frá því fyr í dag að kafbátur hafi farið ofan í vatnið í morgun, útbúinn sónarbúnaði og myndavél. Leit kafbátsins var stefnt á tvö fyrirfram skilgreind svæði út frá því hvað skipuleggjendur leitar töldu líklegast til árangurs. Samanlagt nær þetta svæði yfir 1 ferkílómeter og dýpi á því er talið allt að 80 metrar.Sjá einnig: Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist á lífi „Úrvinnsla gagnanna er þá eftir og ljóst að hún mun taka einhverja daga. Því er ekki að vænta frekari frétta af leitaraðgerðunum að sinni,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar segir jafnframt að til skoðunar sé hvort megi nota annars konar sónarbúnað við leitina „en ekki er tímabært að ræða tímasetningu og umfang slíkra aðgerða að sinni.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki vera sérstaklega vongóður um að maðurinn finnist á lífi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ sagði Oddur. Bróðir hins látna kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. 22. ágúst 2019 14:18 Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira
Lögregla hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska manninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. „Fylgst verður sérstaklega með vatninu en komi ekkert nýtt upp munu bakkar þess verða gengnir að 3 til 4 vikum liðnum til að kanna hvort eitthvað henni tengt hafi rekið að landi,“ eins og segir í tilkynningu lögreglunnar. Greint var frá því fyr í dag að kafbátur hafi farið ofan í vatnið í morgun, útbúinn sónarbúnaði og myndavél. Leit kafbátsins var stefnt á tvö fyrirfram skilgreind svæði út frá því hvað skipuleggjendur leitar töldu líklegast til árangurs. Samanlagt nær þetta svæði yfir 1 ferkílómeter og dýpi á því er talið allt að 80 metrar.Sjá einnig: Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist á lífi „Úrvinnsla gagnanna er þá eftir og ljóst að hún mun taka einhverja daga. Því er ekki að vænta frekari frétta af leitaraðgerðunum að sinni,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar segir jafnframt að til skoðunar sé hvort megi nota annars konar sónarbúnað við leitina „en ekki er tímabært að ræða tímasetningu og umfang slíkra aðgerða að sinni.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki vera sérstaklega vongóður um að maðurinn finnist á lífi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ sagði Oddur. Bróðir hins látna kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. 22. ágúst 2019 14:18 Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira
Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. 22. ágúst 2019 14:18
Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50
Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25