Innlent

Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni

Andri Eysteinsson skrifar
Frá leit í Þingvallavatni um síðustu helgi.
Frá leit í Þingvallavatni um síðustu helgi. Mynd/Landsbjörg
Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag þetta staðfesti formaður svæðisstjórnar björgunarsveita Árnessýslu, Gunnar Ingi Friðriksson í hádegisfréttum RÚV.

Maðurinn sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu. 10 ágúst síðastliðinn fannst mannlaus bátur á floti á vatninu en bakpoki Debeckers fannst í flæðarmálinu samdægurs. Síðan hefur leit staðið yfir.

Björgunarsveitir hafa notið aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina ásamt því að kafarar Gæslunnar hafa verið kallaðir út. Leitarsvæðið hefur verið þrengt með tíð og tíma og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. Gunnar Ingi segir í samtali við RÚV að kafararnir komist í 20 metra dýpi á meðan að kafbáta/ neðansjávardrónarnir nái niður á 80 metra dýpi.

Þá segir Gunnar að sónarbátar hafi verið notaðir við leitina ásamt því að unnið sé að því að fá stærri kafbát til verksins.


Tengdar fréttir

Kafarar Landhelgisgæslunnar kallaðir út til leitar

Þrír kafarar frá séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðir út til leitar að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×