Katalónska útvarpið greinir frá þessu en þar segir að Englendingurinn sé tilbúinn að bjóða Messi risa samning hjá nýja félagi sínu í Bandaríkjunum, Inter Miami.
Félagið mun taka í fyrsta sinn þátt í MLS-deildinni á næsta ári sem byrjar í mars 2020 en á dögunum bárust fréttir af því að Messi gæti farið frítt frá Barcelona í sumar.
David Beckham 'makes contact with Lionel Messi' over sensational MLS switchhttps://t.co/w1AyQ9Q5wtpic.twitter.com/cneu4ZDzHQ
— Mirror Football (@MirrorFootball) September 11, 2019
Argentínumaðurinn er talinn áhugasamur en talið er að annar risa samningur bíði hans hjá Börsungum svo það væru að minnsta kosti ekki peningarnir sem myndu lokka hann burt frá Barcelona.
Josep Bartomeu, forseti Barcelona, kom fram á dögunum og sagði að það væri rétt að hann gæti farið frítt næsta sumar en sagði það ólíklegt að hann myndi fara. Honum biði lífstíðar samningur hjá Börsungum.