Rukka 200 krónur fyrir klósettferð á BSÍ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 17:05 Hér má sjá gjaldtökuhliðið við salernisaðstöðu BSÍ. Vísir/Birgir Í seinustu viku hófst gjaldtaka fyrir notkun salernisaðstöðu á umferðarmiðstöðinni BSÍ. Kemur klósettferðin til með að kosta 200 krónur. Hægt verður að greiða fyrir notkun aðstöðunnar bæði með reiðufé og greiðslukorti. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við fréttastofu að tekin hafi verið ákvörðun um að hefja gjaldtöku eftir að ákveðið var að gera salernin upp. Salernisaðstaðan er því nokkuð nýrri og glæsilegri heldur en áður fyrir breytingar. Hann sagði hreinlæti ekki hafa verið sérstakt vandamál á salernum BSÍ en húsið væri þó undir nokkru álagi. „Við höldum salernisaðstöðunni opinni 24 tíma á sólarhring, 365 daga á ári. Það eru um 2 milljónir gesta sem fara um húsnæðið á ári,“ sagði Björn og bætti við að tími hafi verið kominn á endurbætur á salernisaðstöðunni.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFrítt fyrir yngstu börnin Þá er ókeypis fyrir allra yngstu gesti stöðvarinnar að nýta sér salernin en Björn sagði að miðað yrði við fimm til sex ára aldur í því samhengi. Hann sagði þá að flestir gestir stöðvarinnar væru fullorðnir ferðamenn sem fæstir væru með börn með sér, svo áherslan á þann þátt hafi ekki verið mikil við innleiðingu gjaldtökunnar. Björn sagðist ekki hafa fengið veður af viðbrögðum við gjaldtökunni og benti á að flestir sem færu um húsnæðið væru erlendir ferðamenn sem kæmu einu sinni til tvisvar í gegn um stöðina. Aðspurður um hvernig verðið hafi verið ákveðið sagði hann að 200 krónur hafi verið talin nokkuð eðlileg upphæð til þess að rukka fyrir eina klósettferð og benti á að aðrir aðilar ferðaþjónustunnar væru á svipuðum slóðum hvað varðar verðlag. „Margir sem hafa verið að rukka fyrir salernisferðir hafa verið á þessu bili, 150 til 200 krónur. Sumir jafnvel meira,“ sagði Björn. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Í seinustu viku hófst gjaldtaka fyrir notkun salernisaðstöðu á umferðarmiðstöðinni BSÍ. Kemur klósettferðin til með að kosta 200 krónur. Hægt verður að greiða fyrir notkun aðstöðunnar bæði með reiðufé og greiðslukorti. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við fréttastofu að tekin hafi verið ákvörðun um að hefja gjaldtöku eftir að ákveðið var að gera salernin upp. Salernisaðstaðan er því nokkuð nýrri og glæsilegri heldur en áður fyrir breytingar. Hann sagði hreinlæti ekki hafa verið sérstakt vandamál á salernum BSÍ en húsið væri þó undir nokkru álagi. „Við höldum salernisaðstöðunni opinni 24 tíma á sólarhring, 365 daga á ári. Það eru um 2 milljónir gesta sem fara um húsnæðið á ári,“ sagði Björn og bætti við að tími hafi verið kominn á endurbætur á salernisaðstöðunni.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFrítt fyrir yngstu börnin Þá er ókeypis fyrir allra yngstu gesti stöðvarinnar að nýta sér salernin en Björn sagði að miðað yrði við fimm til sex ára aldur í því samhengi. Hann sagði þá að flestir gestir stöðvarinnar væru fullorðnir ferðamenn sem fæstir væru með börn með sér, svo áherslan á þann þátt hafi ekki verið mikil við innleiðingu gjaldtökunnar. Björn sagðist ekki hafa fengið veður af viðbrögðum við gjaldtökunni og benti á að flestir sem færu um húsnæðið væru erlendir ferðamenn sem kæmu einu sinni til tvisvar í gegn um stöðina. Aðspurður um hvernig verðið hafi verið ákveðið sagði hann að 200 krónur hafi verið talin nokkuð eðlileg upphæð til þess að rukka fyrir eina klósettferð og benti á að aðrir aðilar ferðaþjónustunnar væru á svipuðum slóðum hvað varðar verðlag. „Margir sem hafa verið að rukka fyrir salernisferðir hafa verið á þessu bili, 150 til 200 krónur. Sumir jafnvel meira,“ sagði Björn.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira