Fékk tvö hjartaáföll á leið til Íslands Sighvatur Jónsson skrifar 20. janúar 2019 20:30 Hjartveikur Bandaríkjamaður tók þá áhættu að ferðast til Íslands á tölvuleikjasamkomu. Hann segist hafa fengið tvö minniháttar hjartaáföll á leiðinni en ferðin hafi samt verið þess virði. Blacklotastz er notendanafn James Pattersons í íslenska tölvuleiknum Starborne. Framleiðendur leiksins og WOW air buðu hinum 41 árs Bandaríkjamanni til landsins á árlega samkomu aðdáenda leiksins. James hafði ekkert spilað leikinn í nokkra daga þegar fréttastofa hitti hann í dag. Þegar hann skráði sig inn komst hann að því að hann hafði misst nokkur skip úr flota sínum. „Þau voru sprengd upp á meðan ég var í burtu. Ég gat ekki skráð mig inn. Ég var ekki með fartölvuna með mér, bara farsímann,“ segir Patterson. Það þarf sem sagt að taka til og viðhalda hlutum í stafræna heiminum líka. Um 4.000 manns spila Starborne leikinn á hverjum degi. „Af því ég var svo lengi í burtu hafði ég farið yfir mörkin í stöðvunum. Nú verð ég að sitja hér og reyna að laga þetta. Ég fékk tvö smávægileg hjartaáföll á leiðinni hingað. Ég er hjartveikur og ég verð stressaður á flugvöllum en það er þess virði svo ég gæti komið hingað og ég hitti vini mína og sé allt fólkið sem ég hef spilað þennan leik við og hefur komið vel fram við mig síðustu árin.“ James segir ferðina hafa verið áhættunnar virði. Hann segir það besta við leikinn vera að vinningslíkur séu ekki háðar fjármunum fólks. „Það eru þægindi sem maður getur valið ef maður vill. Mér finnst vera nokkur atriði sem gera þetta miklu betra. En þar að auki eru ekki svo mikil vandræði með vandræðaseggi því samfélagið stjórnar því hverjir eru á netþjóninum. Ef einhver er til vandræða taka sig allir saman og sparka honum út,“ segir Patterson sem hefur sterkar skoðanir á þróun tölvuleikja. „Viðskiptamódelið hefur breytt tölvuleikjum síðustu áratugi úr listformi og því sem er til skemmtunar yfir í peningaplokk. Það veldur miklum vandræðum hvað varðar gæði leikjanna og fyrir fólk eins og mig sem er ekki vel stætt þar sem maður getur ekki keppt því það eru stærri veskin sem vinna.“ Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Leikjavísir Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Hjartveikur Bandaríkjamaður tók þá áhættu að ferðast til Íslands á tölvuleikjasamkomu. Hann segist hafa fengið tvö minniháttar hjartaáföll á leiðinni en ferðin hafi samt verið þess virði. Blacklotastz er notendanafn James Pattersons í íslenska tölvuleiknum Starborne. Framleiðendur leiksins og WOW air buðu hinum 41 árs Bandaríkjamanni til landsins á árlega samkomu aðdáenda leiksins. James hafði ekkert spilað leikinn í nokkra daga þegar fréttastofa hitti hann í dag. Þegar hann skráði sig inn komst hann að því að hann hafði misst nokkur skip úr flota sínum. „Þau voru sprengd upp á meðan ég var í burtu. Ég gat ekki skráð mig inn. Ég var ekki með fartölvuna með mér, bara farsímann,“ segir Patterson. Það þarf sem sagt að taka til og viðhalda hlutum í stafræna heiminum líka. Um 4.000 manns spila Starborne leikinn á hverjum degi. „Af því ég var svo lengi í burtu hafði ég farið yfir mörkin í stöðvunum. Nú verð ég að sitja hér og reyna að laga þetta. Ég fékk tvö smávægileg hjartaáföll á leiðinni hingað. Ég er hjartveikur og ég verð stressaður á flugvöllum en það er þess virði svo ég gæti komið hingað og ég hitti vini mína og sé allt fólkið sem ég hef spilað þennan leik við og hefur komið vel fram við mig síðustu árin.“ James segir ferðina hafa verið áhættunnar virði. Hann segir það besta við leikinn vera að vinningslíkur séu ekki háðar fjármunum fólks. „Það eru þægindi sem maður getur valið ef maður vill. Mér finnst vera nokkur atriði sem gera þetta miklu betra. En þar að auki eru ekki svo mikil vandræði með vandræðaseggi því samfélagið stjórnar því hverjir eru á netþjóninum. Ef einhver er til vandræða taka sig allir saman og sparka honum út,“ segir Patterson sem hefur sterkar skoðanir á þróun tölvuleikja. „Viðskiptamódelið hefur breytt tölvuleikjum síðustu áratugi úr listformi og því sem er til skemmtunar yfir í peningaplokk. Það veldur miklum vandræðum hvað varðar gæði leikjanna og fyrir fólk eins og mig sem er ekki vel stætt þar sem maður getur ekki keppt því það eru stærri veskin sem vinna.“
Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Leikjavísir Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent