Efast um samninga fyrir 15. september Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:59 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumarfrí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september. „Viðræður eru að skríða af stað eftir sumarfrí. Ég hef strax áhyggjur af því að það verði ekki hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjarasamningum fyrir 15. september næstkomandi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar opinberra starfsmanna hafa verið lausir í nokkra mánuði en hlé var gert á viðræðum fyrr í sumar og viðræðuáætlanir endurskoðaðar. Þar var gert ráð fyrir að samningum BHM-félaga við Reykjavíkurborg yrði lokið um miðjan september en samningum við ríki og önnur sveitarfélög um miðjan nóvember. Þórunn segir að sérstakur vinnuhópur vinni nú að því að skoða hvernig stytta megi vinnuviku vaktavinnustétta. Bæði BHM og BSRB hafa lagt mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar í viðræðunum. Þá segist Þórunn vona að starfshópur sem unnið hefur að því að finna leiðir til að létta endurgreiðslubyrði námslána skili tillögum í mánuðinum. BHM hafi um árabil barist fyrir því að stjórnvöld skoði þessi mál af alvöru, bæði vegna endurgreiðslubyrðinnar en líka vegna ábyrgðarmannakerfisins. „Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt innlegg í gerð kjarasamninga,“ segir Þórunn. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fólk sé nú að tínast úr sumarfríum og viðræður fari aftur á fullt eftir helgi. Alls semur sambandið við 61 stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga og eru 43 kjarasamningar undir. Líkt og hjá BHM gera endurskoðaðar viðræðuáætlanir ráð fyrir að viðræðum ljúki ýmist um miðjan september eða nóvember. Inga Rún segir annasaman tíma fram undan. „Við förum bjartsýn inn í haustið en það er verk að vinna. Ég er sannfærð um að það munu allir leggja sig fram,“ segir Inga Rún. Deila Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar við sambandið er á borði ríkissáttasemjara og munu aðilar funda í næstu viku. SGS og Efling vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara þar sem Samband sveitarfélaga hefði ekki verið reiðubúið til viðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Í síðustu viku ákvað SGS að höfða mál fyrir Félagsdómi til að láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Samkvæmt upplýsingum frá SGS er verið að leggja lokahönd á stefnuna og gert ráð fyrir að hún verði klár eftir helgi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumarfrí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september. „Viðræður eru að skríða af stað eftir sumarfrí. Ég hef strax áhyggjur af því að það verði ekki hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjarasamningum fyrir 15. september næstkomandi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar opinberra starfsmanna hafa verið lausir í nokkra mánuði en hlé var gert á viðræðum fyrr í sumar og viðræðuáætlanir endurskoðaðar. Þar var gert ráð fyrir að samningum BHM-félaga við Reykjavíkurborg yrði lokið um miðjan september en samningum við ríki og önnur sveitarfélög um miðjan nóvember. Þórunn segir að sérstakur vinnuhópur vinni nú að því að skoða hvernig stytta megi vinnuviku vaktavinnustétta. Bæði BHM og BSRB hafa lagt mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar í viðræðunum. Þá segist Þórunn vona að starfshópur sem unnið hefur að því að finna leiðir til að létta endurgreiðslubyrði námslána skili tillögum í mánuðinum. BHM hafi um árabil barist fyrir því að stjórnvöld skoði þessi mál af alvöru, bæði vegna endurgreiðslubyrðinnar en líka vegna ábyrgðarmannakerfisins. „Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt innlegg í gerð kjarasamninga,“ segir Þórunn. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fólk sé nú að tínast úr sumarfríum og viðræður fari aftur á fullt eftir helgi. Alls semur sambandið við 61 stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga og eru 43 kjarasamningar undir. Líkt og hjá BHM gera endurskoðaðar viðræðuáætlanir ráð fyrir að viðræðum ljúki ýmist um miðjan september eða nóvember. Inga Rún segir annasaman tíma fram undan. „Við förum bjartsýn inn í haustið en það er verk að vinna. Ég er sannfærð um að það munu allir leggja sig fram,“ segir Inga Rún. Deila Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar við sambandið er á borði ríkissáttasemjara og munu aðilar funda í næstu viku. SGS og Efling vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara þar sem Samband sveitarfélaga hefði ekki verið reiðubúið til viðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Í síðustu viku ákvað SGS að höfða mál fyrir Félagsdómi til að láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Samkvæmt upplýsingum frá SGS er verið að leggja lokahönd á stefnuna og gert ráð fyrir að hún verði klár eftir helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira