Efast um samninga fyrir 15. september Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:59 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumarfrí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september. „Viðræður eru að skríða af stað eftir sumarfrí. Ég hef strax áhyggjur af því að það verði ekki hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjarasamningum fyrir 15. september næstkomandi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar opinberra starfsmanna hafa verið lausir í nokkra mánuði en hlé var gert á viðræðum fyrr í sumar og viðræðuáætlanir endurskoðaðar. Þar var gert ráð fyrir að samningum BHM-félaga við Reykjavíkurborg yrði lokið um miðjan september en samningum við ríki og önnur sveitarfélög um miðjan nóvember. Þórunn segir að sérstakur vinnuhópur vinni nú að því að skoða hvernig stytta megi vinnuviku vaktavinnustétta. Bæði BHM og BSRB hafa lagt mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar í viðræðunum. Þá segist Þórunn vona að starfshópur sem unnið hefur að því að finna leiðir til að létta endurgreiðslubyrði námslána skili tillögum í mánuðinum. BHM hafi um árabil barist fyrir því að stjórnvöld skoði þessi mál af alvöru, bæði vegna endurgreiðslubyrðinnar en líka vegna ábyrgðarmannakerfisins. „Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt innlegg í gerð kjarasamninga,“ segir Þórunn. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fólk sé nú að tínast úr sumarfríum og viðræður fari aftur á fullt eftir helgi. Alls semur sambandið við 61 stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga og eru 43 kjarasamningar undir. Líkt og hjá BHM gera endurskoðaðar viðræðuáætlanir ráð fyrir að viðræðum ljúki ýmist um miðjan september eða nóvember. Inga Rún segir annasaman tíma fram undan. „Við förum bjartsýn inn í haustið en það er verk að vinna. Ég er sannfærð um að það munu allir leggja sig fram,“ segir Inga Rún. Deila Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar við sambandið er á borði ríkissáttasemjara og munu aðilar funda í næstu viku. SGS og Efling vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara þar sem Samband sveitarfélaga hefði ekki verið reiðubúið til viðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Í síðustu viku ákvað SGS að höfða mál fyrir Félagsdómi til að láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Samkvæmt upplýsingum frá SGS er verið að leggja lokahönd á stefnuna og gert ráð fyrir að hún verði klár eftir helgi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumarfrí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september. „Viðræður eru að skríða af stað eftir sumarfrí. Ég hef strax áhyggjur af því að það verði ekki hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjarasamningum fyrir 15. september næstkomandi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar opinberra starfsmanna hafa verið lausir í nokkra mánuði en hlé var gert á viðræðum fyrr í sumar og viðræðuáætlanir endurskoðaðar. Þar var gert ráð fyrir að samningum BHM-félaga við Reykjavíkurborg yrði lokið um miðjan september en samningum við ríki og önnur sveitarfélög um miðjan nóvember. Þórunn segir að sérstakur vinnuhópur vinni nú að því að skoða hvernig stytta megi vinnuviku vaktavinnustétta. Bæði BHM og BSRB hafa lagt mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar í viðræðunum. Þá segist Þórunn vona að starfshópur sem unnið hefur að því að finna leiðir til að létta endurgreiðslubyrði námslána skili tillögum í mánuðinum. BHM hafi um árabil barist fyrir því að stjórnvöld skoði þessi mál af alvöru, bæði vegna endurgreiðslubyrðinnar en líka vegna ábyrgðarmannakerfisins. „Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt innlegg í gerð kjarasamninga,“ segir Þórunn. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fólk sé nú að tínast úr sumarfríum og viðræður fari aftur á fullt eftir helgi. Alls semur sambandið við 61 stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga og eru 43 kjarasamningar undir. Líkt og hjá BHM gera endurskoðaðar viðræðuáætlanir ráð fyrir að viðræðum ljúki ýmist um miðjan september eða nóvember. Inga Rún segir annasaman tíma fram undan. „Við förum bjartsýn inn í haustið en það er verk að vinna. Ég er sannfærð um að það munu allir leggja sig fram,“ segir Inga Rún. Deila Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar við sambandið er á borði ríkissáttasemjara og munu aðilar funda í næstu viku. SGS og Efling vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara þar sem Samband sveitarfélaga hefði ekki verið reiðubúið til viðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Í síðustu viku ákvað SGS að höfða mál fyrir Félagsdómi til að láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Samkvæmt upplýsingum frá SGS er verið að leggja lokahönd á stefnuna og gert ráð fyrir að hún verði klár eftir helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira