Skjálftar geta fylgt örvun borholu á Geldinganesi Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2019 11:09 Geldinganes. Holan var boruð haustið 2001 en hefur ekki gefið nægt vatn til að rétt þætti að tengja hana hitaveitunni. vísir/vilhelm Veitur munu á næstu dögum hefja örvun borholu í Geldinganesi og er möguleiki að smáir jarðskjálftar fylgi aðgerðinni. Í tilkynningu frá Veitum segir að þetta sé í samræmi við áætlanir um að þróa Geldinganes sem vinnslusvæði jarðhita fyrir hitaveituna í Reykjavík. Holan var boruð haustið 2001 en hefur ekki gefið nægt vatn til að rétt þætti að tengja hana hitaveitunni. „Vatnið í hitaveitunni á höfuðborgarsvæðinu á sér tvennan uppruna; lághitavatn svokallað sem kemur beint úr borholum í Reykjavík og Mosfellsbæ eða háhitavatn, sem er upphitað kalt vatn frá jarðgufuvirkjununum á Hengilssvæðinu. Þessu vatni má ekki blanda saman og þróun byggðarinnar hefur verið með þeim hætti að aukin þörf er fyrir lághitavatn. Áætluð vatnsöflun í Geldinganesi er til að mæta þeirri þörf. Frá árinu 1970 hafa allar holur sem boraðar hafa verið á lághitasvæðunum í Reykjavík – við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Laugavegar annarsvegar og svo í Elliðaárdal – verið örvaðar. Hið sama hefur verið gert á lághitasvæðunum í Mosfellsbæ þar sem hátt í 40 holur hafa verið örvaðar. Í flestum tilvikum hefur örvunin haft mikil og góð áhrif og rennsli úr holunum hefur aukist allt að fertugfalt. Örvunin getur valdið smáum jarðskjálftum en fáum sögum fer af því í sögu jarðhitanýtingarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður þykir rétt að benda á þá hættu. Meðan á örvun stendur er virkt eftirlit með viðbrögðum jarðskorpunnar og um 40 jarðskjálftamælar eru nú á svæðinu. Örvun fer þannig fram að vatni er dælt niður í holuna og viðbrögð eru könnuð jafnharðan. Ferlið er hægt í fyrstu og dælingin aukin í þrepum. Milli þrepanna er staðan tekin til að sjá hvernig jarðhitakerfið hefur brugðist við,“ segir í tilkynningu. Orkumál Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Veitur munu á næstu dögum hefja örvun borholu í Geldinganesi og er möguleiki að smáir jarðskjálftar fylgi aðgerðinni. Í tilkynningu frá Veitum segir að þetta sé í samræmi við áætlanir um að þróa Geldinganes sem vinnslusvæði jarðhita fyrir hitaveituna í Reykjavík. Holan var boruð haustið 2001 en hefur ekki gefið nægt vatn til að rétt þætti að tengja hana hitaveitunni. „Vatnið í hitaveitunni á höfuðborgarsvæðinu á sér tvennan uppruna; lághitavatn svokallað sem kemur beint úr borholum í Reykjavík og Mosfellsbæ eða háhitavatn, sem er upphitað kalt vatn frá jarðgufuvirkjununum á Hengilssvæðinu. Þessu vatni má ekki blanda saman og þróun byggðarinnar hefur verið með þeim hætti að aukin þörf er fyrir lághitavatn. Áætluð vatnsöflun í Geldinganesi er til að mæta þeirri þörf. Frá árinu 1970 hafa allar holur sem boraðar hafa verið á lághitasvæðunum í Reykjavík – við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Laugavegar annarsvegar og svo í Elliðaárdal – verið örvaðar. Hið sama hefur verið gert á lághitasvæðunum í Mosfellsbæ þar sem hátt í 40 holur hafa verið örvaðar. Í flestum tilvikum hefur örvunin haft mikil og góð áhrif og rennsli úr holunum hefur aukist allt að fertugfalt. Örvunin getur valdið smáum jarðskjálftum en fáum sögum fer af því í sögu jarðhitanýtingarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður þykir rétt að benda á þá hættu. Meðan á örvun stendur er virkt eftirlit með viðbrögðum jarðskorpunnar og um 40 jarðskjálftamælar eru nú á svæðinu. Örvun fer þannig fram að vatni er dælt niður í holuna og viðbrögð eru könnuð jafnharðan. Ferlið er hægt í fyrstu og dælingin aukin í þrepum. Milli þrepanna er staðan tekin til að sjá hvernig jarðhitakerfið hefur brugðist við,“ segir í tilkynningu.
Orkumál Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira