Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 19:45 Sigurður Oddsson hefur árum saman reynt að fá kostnað vegna tannréttinga dóttur sinnar endurgreiddan frá Sjúkratryggingum, án árangurs. Skjáskot Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Umhyggja, félag langveikra barna, skoraði á ráðherra og þingheim allan að bregðast við í dag. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu „Ég fæ þarna þrjár synjanir þegar ég ákveð að hafa samband við ráðuneytið,“ segir Sigurður. Þá var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra en Sigurður segist hafa fengið þau svör að ef dóttir hans væri með skarð í harða gómi þá ætti hún að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga. Það er raunin í tilfelli Sigþrúðar en allt kom fyrir ekki. Aftur var þeim synjað. „Við kærum líka, það er synjað og það er alltaf sagt að þetta sé ekki nógu slæmt og þeir verði að synja þessu. Þó að orðalagi hafi verið breytt 2013 í reglugerðinni, þá samt miða þeir alltaf við eldri reglugerðina,“ útskýrir Sigurður.Synja áfram þrátt fyrir breytingu á reglugerð Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Fyrr í þessum mánuði var heilbrigðisráðherra spurður á Alþingi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að taka af allan vafa um að þessi börn falli undir reglugerðina. „Hef ég óskað eftir því að ráðuneytið í samráði við Sjúkratryggingar Íslands rýni þessa stöðu. Bæði er varðar regluverkið, framkvæmdina og þá kemur til álita að endurskoða fyrirkomulag matsferlisins með það að markmið að veita þessum börnum betri þjónustu,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúinni fyrirspurn Ingu Sæland þann 11. apríl síðastliðinn. Sama dag fékk Sigurður enn eina synjunina frá Sjúkratryggingum. Umhyggja, félag langveikra barna, sendi í dag áskorun til allra þingmanna, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og Sjúkratrygginga, um að bregðast við strax. „Nú held ég að sé bara komið á endastöð og ráðherra verði bara að fara að taka á þessu,“ segir Sigurður. Það gangi ekki lengur að SÍ feli sig á bakvið reglugerð. „Þó að ráðherra og ráðuneytið túlki reglugerðina öðruvísi, að undirstofnunin geti bara sagt; „nei við ætlum ekkert að gera þetta svona.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Umhyggja, félag langveikra barna, skoraði á ráðherra og þingheim allan að bregðast við í dag. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu „Ég fæ þarna þrjár synjanir þegar ég ákveð að hafa samband við ráðuneytið,“ segir Sigurður. Þá var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra en Sigurður segist hafa fengið þau svör að ef dóttir hans væri með skarð í harða gómi þá ætti hún að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga. Það er raunin í tilfelli Sigþrúðar en allt kom fyrir ekki. Aftur var þeim synjað. „Við kærum líka, það er synjað og það er alltaf sagt að þetta sé ekki nógu slæmt og þeir verði að synja þessu. Þó að orðalagi hafi verið breytt 2013 í reglugerðinni, þá samt miða þeir alltaf við eldri reglugerðina,“ útskýrir Sigurður.Synja áfram þrátt fyrir breytingu á reglugerð Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Fyrr í þessum mánuði var heilbrigðisráðherra spurður á Alþingi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að taka af allan vafa um að þessi börn falli undir reglugerðina. „Hef ég óskað eftir því að ráðuneytið í samráði við Sjúkratryggingar Íslands rýni þessa stöðu. Bæði er varðar regluverkið, framkvæmdina og þá kemur til álita að endurskoða fyrirkomulag matsferlisins með það að markmið að veita þessum börnum betri þjónustu,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúinni fyrirspurn Ingu Sæland þann 11. apríl síðastliðinn. Sama dag fékk Sigurður enn eina synjunina frá Sjúkratryggingum. Umhyggja, félag langveikra barna, sendi í dag áskorun til allra þingmanna, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og Sjúkratrygginga, um að bregðast við strax. „Nú held ég að sé bara komið á endastöð og ráðherra verði bara að fara að taka á þessu,“ segir Sigurður. Það gangi ekki lengur að SÍ feli sig á bakvið reglugerð. „Þó að ráðherra og ráðuneytið túlki reglugerðina öðruvísi, að undirstofnunin geti bara sagt; „nei við ætlum ekkert að gera þetta svona.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels