Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 18:27 Katrín ræddi við Reykjavík síðdegis um tillögur átakshóps í húsnæðismálum. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að samstaða sé um tillögur sem átakshópur í húsnæðismálum skilaði í dag, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún telur að tillögurnar verði mikilvægur leiðarvísir þegar stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins reyna að takast á við húsnæðisvanda. Átakshópurinn kynnti fjörutíu tillögur á sjö sviðum á samráðsfundi fulltrúa þriggja ráðuneyta, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, almenna og opinbera vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði forsætisráðherra og tillögurnar væru víðtækar og að þær byggðu á góðri greiningarvinnu. Þær taki á núverandi vanda og geti þannig gagnast sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður en fjalli einnig um stöðuna til lengri tíma litið. Katrín sagði að talið sé að um 2.200 skorti á næstu árum fram til ársins 2022 til að mæta þörf eftir húsnæði. Mikilvægt sé að skipuleggja uppbyggingu til að hún mæti ekki síst þörf tekjulægra fólks. „Markmiðið er í senn að mæta þörfinni fyrir húsnæði og draga úr framboðsskorti en líka að lækka húsnæðiskostnað sem auðvitað hefur bein áhrif á ráðstöfunartekjur fólks,“ segir hún. Tillögurnar fjalla meðal annars um hvernig auka megi framboð á húsnæði. Þar á meðal sé hugmynd um að atvinnurekendur og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar ræði möguleika á að fjármagna óhagnaðardrifið leigufélag sem væri helst hugsað fyrir millitekjuhópa. Einnig sé horft til þess hvernig sveitarfélög geta hraðað skipulagsferli sínu og þar með uppbyggingu húsnæðis. „Þarna er líka verið að horfa á samgöngumálin því við viljum ekki búa til nýjan vanda á meðan við leysum annan. Það er mjög mikilvægt að við alla uppbyggingu tryggjum við líka góðar samgöngur,“ sagði forsætisráðherra.Vandinn ekki síst framboðsvandi Spurð að því hvort að komið væri inn á fjármögnun húsnæðiskaupa og erfiðleika fólks við kaup á fyrstu fasteign sagði Katrín að meðal annars væri horft til fjármagnskostnaðar þeirra sem byggja félagslegt húsnæði. Einnig sé von á því að annar hópur skili af sér tillögum sem taki sérstaklega á vanda við fyrstu fasteignakaup á næstunni. Eina mikilvægustu niðurstöðu greiningar átakshópsins sagði Katrín þá að húsnæðisvandinn væri ekki síst framboðsvandi. „Það er mikilvægt að við bregðumst við honum því það mun auðvitað hafa áhrif á húsnæðiskostnað fólks,“ sagði forsætisráðherra. Sumar tillögurnar varða stjórnvöld, aðrar sveitarfélög og enn aðrar aðila vinnumarkaðarins. Katrín sagði að nú hæfist vinna við að skipta tillögunum á milli þessara aðila sem muni í framhaldinu móta aðgerðir. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Mikilvægt er að samstaða sé um tillögur sem átakshópur í húsnæðismálum skilaði í dag, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún telur að tillögurnar verði mikilvægur leiðarvísir þegar stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins reyna að takast á við húsnæðisvanda. Átakshópurinn kynnti fjörutíu tillögur á sjö sviðum á samráðsfundi fulltrúa þriggja ráðuneyta, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, almenna og opinbera vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði forsætisráðherra og tillögurnar væru víðtækar og að þær byggðu á góðri greiningarvinnu. Þær taki á núverandi vanda og geti þannig gagnast sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður en fjalli einnig um stöðuna til lengri tíma litið. Katrín sagði að talið sé að um 2.200 skorti á næstu árum fram til ársins 2022 til að mæta þörf eftir húsnæði. Mikilvægt sé að skipuleggja uppbyggingu til að hún mæti ekki síst þörf tekjulægra fólks. „Markmiðið er í senn að mæta þörfinni fyrir húsnæði og draga úr framboðsskorti en líka að lækka húsnæðiskostnað sem auðvitað hefur bein áhrif á ráðstöfunartekjur fólks,“ segir hún. Tillögurnar fjalla meðal annars um hvernig auka megi framboð á húsnæði. Þar á meðal sé hugmynd um að atvinnurekendur og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar ræði möguleika á að fjármagna óhagnaðardrifið leigufélag sem væri helst hugsað fyrir millitekjuhópa. Einnig sé horft til þess hvernig sveitarfélög geta hraðað skipulagsferli sínu og þar með uppbyggingu húsnæðis. „Þarna er líka verið að horfa á samgöngumálin því við viljum ekki búa til nýjan vanda á meðan við leysum annan. Það er mjög mikilvægt að við alla uppbyggingu tryggjum við líka góðar samgöngur,“ sagði forsætisráðherra.Vandinn ekki síst framboðsvandi Spurð að því hvort að komið væri inn á fjármögnun húsnæðiskaupa og erfiðleika fólks við kaup á fyrstu fasteign sagði Katrín að meðal annars væri horft til fjármagnskostnaðar þeirra sem byggja félagslegt húsnæði. Einnig sé von á því að annar hópur skili af sér tillögum sem taki sérstaklega á vanda við fyrstu fasteignakaup á næstunni. Eina mikilvægustu niðurstöðu greiningar átakshópsins sagði Katrín þá að húsnæðisvandinn væri ekki síst framboðsvandi. „Það er mikilvægt að við bregðumst við honum því það mun auðvitað hafa áhrif á húsnæðiskostnað fólks,“ sagði forsætisráðherra. Sumar tillögurnar varða stjórnvöld, aðrar sveitarfélög og enn aðrar aðila vinnumarkaðarins. Katrín sagði að nú hæfist vinna við að skipta tillögunum á milli þessara aðila sem muni í framhaldinu móta aðgerðir.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira