Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 18:27 Katrín ræddi við Reykjavík síðdegis um tillögur átakshóps í húsnæðismálum. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að samstaða sé um tillögur sem átakshópur í húsnæðismálum skilaði í dag, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún telur að tillögurnar verði mikilvægur leiðarvísir þegar stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins reyna að takast á við húsnæðisvanda. Átakshópurinn kynnti fjörutíu tillögur á sjö sviðum á samráðsfundi fulltrúa þriggja ráðuneyta, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, almenna og opinbera vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði forsætisráðherra og tillögurnar væru víðtækar og að þær byggðu á góðri greiningarvinnu. Þær taki á núverandi vanda og geti þannig gagnast sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður en fjalli einnig um stöðuna til lengri tíma litið. Katrín sagði að talið sé að um 2.200 skorti á næstu árum fram til ársins 2022 til að mæta þörf eftir húsnæði. Mikilvægt sé að skipuleggja uppbyggingu til að hún mæti ekki síst þörf tekjulægra fólks. „Markmiðið er í senn að mæta þörfinni fyrir húsnæði og draga úr framboðsskorti en líka að lækka húsnæðiskostnað sem auðvitað hefur bein áhrif á ráðstöfunartekjur fólks,“ segir hún. Tillögurnar fjalla meðal annars um hvernig auka megi framboð á húsnæði. Þar á meðal sé hugmynd um að atvinnurekendur og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar ræði möguleika á að fjármagna óhagnaðardrifið leigufélag sem væri helst hugsað fyrir millitekjuhópa. Einnig sé horft til þess hvernig sveitarfélög geta hraðað skipulagsferli sínu og þar með uppbyggingu húsnæðis. „Þarna er líka verið að horfa á samgöngumálin því við viljum ekki búa til nýjan vanda á meðan við leysum annan. Það er mjög mikilvægt að við alla uppbyggingu tryggjum við líka góðar samgöngur,“ sagði forsætisráðherra.Vandinn ekki síst framboðsvandi Spurð að því hvort að komið væri inn á fjármögnun húsnæðiskaupa og erfiðleika fólks við kaup á fyrstu fasteign sagði Katrín að meðal annars væri horft til fjármagnskostnaðar þeirra sem byggja félagslegt húsnæði. Einnig sé von á því að annar hópur skili af sér tillögum sem taki sérstaklega á vanda við fyrstu fasteignakaup á næstunni. Eina mikilvægustu niðurstöðu greiningar átakshópsins sagði Katrín þá að húsnæðisvandinn væri ekki síst framboðsvandi. „Það er mikilvægt að við bregðumst við honum því það mun auðvitað hafa áhrif á húsnæðiskostnað fólks,“ sagði forsætisráðherra. Sumar tillögurnar varða stjórnvöld, aðrar sveitarfélög og enn aðrar aðila vinnumarkaðarins. Katrín sagði að nú hæfist vinna við að skipta tillögunum á milli þessara aðila sem muni í framhaldinu móta aðgerðir. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Mikilvægt er að samstaða sé um tillögur sem átakshópur í húsnæðismálum skilaði í dag, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún telur að tillögurnar verði mikilvægur leiðarvísir þegar stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins reyna að takast á við húsnæðisvanda. Átakshópurinn kynnti fjörutíu tillögur á sjö sviðum á samráðsfundi fulltrúa þriggja ráðuneyta, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, almenna og opinbera vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði forsætisráðherra og tillögurnar væru víðtækar og að þær byggðu á góðri greiningarvinnu. Þær taki á núverandi vanda og geti þannig gagnast sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður en fjalli einnig um stöðuna til lengri tíma litið. Katrín sagði að talið sé að um 2.200 skorti á næstu árum fram til ársins 2022 til að mæta þörf eftir húsnæði. Mikilvægt sé að skipuleggja uppbyggingu til að hún mæti ekki síst þörf tekjulægra fólks. „Markmiðið er í senn að mæta þörfinni fyrir húsnæði og draga úr framboðsskorti en líka að lækka húsnæðiskostnað sem auðvitað hefur bein áhrif á ráðstöfunartekjur fólks,“ segir hún. Tillögurnar fjalla meðal annars um hvernig auka megi framboð á húsnæði. Þar á meðal sé hugmynd um að atvinnurekendur og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar ræði möguleika á að fjármagna óhagnaðardrifið leigufélag sem væri helst hugsað fyrir millitekjuhópa. Einnig sé horft til þess hvernig sveitarfélög geta hraðað skipulagsferli sínu og þar með uppbyggingu húsnæðis. „Þarna er líka verið að horfa á samgöngumálin því við viljum ekki búa til nýjan vanda á meðan við leysum annan. Það er mjög mikilvægt að við alla uppbyggingu tryggjum við líka góðar samgöngur,“ sagði forsætisráðherra.Vandinn ekki síst framboðsvandi Spurð að því hvort að komið væri inn á fjármögnun húsnæðiskaupa og erfiðleika fólks við kaup á fyrstu fasteign sagði Katrín að meðal annars væri horft til fjármagnskostnaðar þeirra sem byggja félagslegt húsnæði. Einnig sé von á því að annar hópur skili af sér tillögum sem taki sérstaklega á vanda við fyrstu fasteignakaup á næstunni. Eina mikilvægustu niðurstöðu greiningar átakshópsins sagði Katrín þá að húsnæðisvandinn væri ekki síst framboðsvandi. „Það er mikilvægt að við bregðumst við honum því það mun auðvitað hafa áhrif á húsnæðiskostnað fólks,“ sagði forsætisráðherra. Sumar tillögurnar varða stjórnvöld, aðrar sveitarfélög og enn aðrar aðila vinnumarkaðarins. Katrín sagði að nú hæfist vinna við að skipta tillögunum á milli þessara aðila sem muni í framhaldinu móta aðgerðir.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira