Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 11:17 Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja „augljós verkfallsbrot“ með vinnu sinni. Þá neiti bílstjórarnir bæði að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að aðgerðir hafi gengið vel í dag. Verkfallsverðir hafi byrjað morguninn hjá bílstjórum Kynnisferða við umferðarmiðstöðina. „Hér eiga sér stað verkfallsbrot. Hér eru menn í vinnu og við höfum verið að ræða við þá og þeir neita að gefa upp, bæði nöfn og þau félög sem þeir eru í, það er að segja þeir eru ekki Eflingarmenn. Allavega vilja þeir ekki gefa það upp. Og það eru brot á okkar samningum að þeir sem eru að keyra hér eru að keyra undir kjarasamningi Eflingar,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann þó verkfallsverði ekki ætla að stöðva akstur bílanna en gripið verður til annars konar aðgerða. „Við hins vegar tökum myndir af bílunum og skráum tímasetningu. Síðan verður þetta sent inn til Eflingar og síðan verður það sent áfram í kæruferli því hér er um augljóst verkfallsbrot að ræða.“Í spilaranum að ofan má sjá viðtal við Guðmund sem Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður tók við BSÍ í morgun. Í spilaranum að neðan má sjá orðaskipti verkfallsvarða og bílstjóra Kynnisferða. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Verkfallið í dag hafi gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. 22. mars 2019 10:32 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja „augljós verkfallsbrot“ með vinnu sinni. Þá neiti bílstjórarnir bæði að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að aðgerðir hafi gengið vel í dag. Verkfallsverðir hafi byrjað morguninn hjá bílstjórum Kynnisferða við umferðarmiðstöðina. „Hér eiga sér stað verkfallsbrot. Hér eru menn í vinnu og við höfum verið að ræða við þá og þeir neita að gefa upp, bæði nöfn og þau félög sem þeir eru í, það er að segja þeir eru ekki Eflingarmenn. Allavega vilja þeir ekki gefa það upp. Og það eru brot á okkar samningum að þeir sem eru að keyra hér eru að keyra undir kjarasamningi Eflingar,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann þó verkfallsverði ekki ætla að stöðva akstur bílanna en gripið verður til annars konar aðgerða. „Við hins vegar tökum myndir af bílunum og skráum tímasetningu. Síðan verður þetta sent inn til Eflingar og síðan verður það sent áfram í kæruferli því hér er um augljóst verkfallsbrot að ræða.“Í spilaranum að ofan má sjá viðtal við Guðmund sem Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður tók við BSÍ í morgun. Í spilaranum að neðan má sjá orðaskipti verkfallsvarða og bílstjóra Kynnisferða.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Verkfallið í dag hafi gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. 22. mars 2019 10:32 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Verkfallið í dag hafi gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. 22. mars 2019 10:32
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05