Innlent

Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf

Ritstjórn skrifar
Rútuferðir hófust samkvæmt verkfallsdagskrá snemma í morgun en um fimmtíu bílstjórar hjá Kynnisferðum leggja til að mynda niður störf í dag.
Rútuferðir hófust samkvæmt verkfallsdagskrá snemma í morgun en um fimmtíu bílstjórar hjá Kynnisferðum leggja til að mynda niður störf í dag. Vísir/vilhelm

Verkfall um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútúbílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR hófst á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólarhring og lýkur því á miðnætti í kvöld.

Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna.

Á vefsíðu Eflingar er verkfallið sagt ná til rúmlega fjörutíu hótela á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Félagsmenn VR sem leggja niður störf eru á tuttugu hótelum, sumum þeirra sömu og verkfall Eflingarfólks nær til.

Þá er stefnt að því að vera í beinni útsendingu þegar tækifæri gefst yfir daginn. Fylgst verður grannt með gangi mála í vaktinni hér að neðan á meðan verkfallinu stendur.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.