Patrick Kluivert snýr aftur til Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 08:30 Patrick Kluivert afhendir Lionel Messi verðlaun á síðasta tímabili. Getty/Alex Caparros Patrick Kluivert er mættur aftur til Katalóníu þar sem hann mun taka af sér mikilvægt starf hjá sínu gamla félagi Barcelona. Patrick Kluivert verður yfirmaður knattspyrnuakademíu Barcelona og fær það verkefni að rífa upp La Masia sem hefur fengið á sig talsverða gagnrýni að undanförnu. Patrick Kluivert er nú 43 ára gamall og var að missa starfið sitt sem aðstoðarlandsliðþjálfari Kamerún. Hann og þjálfarinn Clarence Seedorf voru reknir eftir Afríkukeppnina í sumar. Patrick Kluivert lék í sex tímabil með Barcelona liðinu og skoraði 145 mörk í 308 leikjum með félaginu. Hann varð einu sinni spænskur meistari eða vorið 1999. Kluivert sagði í viðtali við heimasíðu Barcelona að hann væri ánægður með að vera kominn aftur heim en síðasta tímabil hans á Nývangi var 2003-04.Wonderful news! https://t.co/7bErYuafXg — FC Barcelona - Masia (@FCBmasia) July 25, 2019 „Ég hlakka til nýrra tíma þar sem áskorunin er að halda Barcelona meðal bestu liða heims,“ sagði Patrick Kluivert sem lék á sínum tíma 79 landsleiki og skoraði 40 landsliðsmörk fyrir Hollendinga. „Ég ólst upp í akademíu Ajax sem er mjög svipuð La Masia. Ég tel að ég geti gert mikið fyrir framþróun ungra leikmanna Barcelona,“ sagði Kluivert. Kluivert skrifaði undir tveggja ára samning. La Masia hefur ekki skilað mörgum leikmönnum á síðustu árum ólíkt því eftir aldarmótin þegar nær allir stjörnuleikmenn Barcelona voru aldir þar upp. Knattspyrnuakademían sem var einu sinni að skila heimsklassa mönnum eins og Lionel Messi. Andrés Iniesta og Xavi skilar ekki einu sinni nothæfum leikmönnum fyrir aðalliðið í dag. Því þarf Patrick Kluivert nú að breyta.Escolta les declaracions de Patrick Kluivert després de signar el seu contracte com a nou director del futbol formatiu / Escucha las declaraciones de Patrick Kluivert después de firmar su contrato como nuevo director del fútbol formativo#FCBMasia#ForçaBarçapic.twitter.com/Y3ygL8hIkS — FC Barcelona - Masia (@FCBmasia) July 25, 2019 Fótbolti Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira
Patrick Kluivert er mættur aftur til Katalóníu þar sem hann mun taka af sér mikilvægt starf hjá sínu gamla félagi Barcelona. Patrick Kluivert verður yfirmaður knattspyrnuakademíu Barcelona og fær það verkefni að rífa upp La Masia sem hefur fengið á sig talsverða gagnrýni að undanförnu. Patrick Kluivert er nú 43 ára gamall og var að missa starfið sitt sem aðstoðarlandsliðþjálfari Kamerún. Hann og þjálfarinn Clarence Seedorf voru reknir eftir Afríkukeppnina í sumar. Patrick Kluivert lék í sex tímabil með Barcelona liðinu og skoraði 145 mörk í 308 leikjum með félaginu. Hann varð einu sinni spænskur meistari eða vorið 1999. Kluivert sagði í viðtali við heimasíðu Barcelona að hann væri ánægður með að vera kominn aftur heim en síðasta tímabil hans á Nývangi var 2003-04.Wonderful news! https://t.co/7bErYuafXg — FC Barcelona - Masia (@FCBmasia) July 25, 2019 „Ég hlakka til nýrra tíma þar sem áskorunin er að halda Barcelona meðal bestu liða heims,“ sagði Patrick Kluivert sem lék á sínum tíma 79 landsleiki og skoraði 40 landsliðsmörk fyrir Hollendinga. „Ég ólst upp í akademíu Ajax sem er mjög svipuð La Masia. Ég tel að ég geti gert mikið fyrir framþróun ungra leikmanna Barcelona,“ sagði Kluivert. Kluivert skrifaði undir tveggja ára samning. La Masia hefur ekki skilað mörgum leikmönnum á síðustu árum ólíkt því eftir aldarmótin þegar nær allir stjörnuleikmenn Barcelona voru aldir þar upp. Knattspyrnuakademían sem var einu sinni að skila heimsklassa mönnum eins og Lionel Messi. Andrés Iniesta og Xavi skilar ekki einu sinni nothæfum leikmönnum fyrir aðalliðið í dag. Því þarf Patrick Kluivert nú að breyta.Escolta les declaracions de Patrick Kluivert després de signar el seu contracte com a nou director del futbol formatiu / Escucha las declaraciones de Patrick Kluivert después de firmar su contrato como nuevo director del fútbol formativo#FCBMasia#ForçaBarçapic.twitter.com/Y3ygL8hIkS — FC Barcelona - Masia (@FCBmasia) July 25, 2019
Fótbolti Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira