Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga verið við hraðamælingar á Hringbraut, vegkaflanum á milli Sæmundargötu og Ánanausta. Lögreglan stóðu vaktina eftir hádegi í gær en á einni klukkustund óku 92 ökumenn af 322 of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst. Sá sem hraðast ók mældist 70 km/klst.
Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára stúlku í byrjun árs. Íbúar í Vesturbænum létu í ljós áhyggjur sínar í kjölfarið og kröfðust umbóta.