Engin Dagný í slag Íslendingaliðanna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 15:30 Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Vísir/Samsett/Getty og EPA Íslensku landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir áttu að mætast í nótt með liðum sínum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta. Af því verður þó ekki. Utah Royals, lið Gunnhildar Yrsu, fær þá Portland Thorns, lið Dagnýjar, í heimsókn á Rio Tinto leikvanginn í Utah. Dagný og Gunnhildur mættust í bandarísku deildinni fyrr í sumar þegar liðin þeirra gerðu markalaust jafntefli. Dagný verður hins vegar ekki með í þessum leik því hún er að gifta sig á Íslandi um þessa helgi. Portland Thorns gat séð á eftir íslensku landsliðskonunni því liðið er að endurheimta fullt af leikmönnum frá HM í Frakklandi. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið í stóru hlutverki allt síðan að hún kom til Utah Royals. Utah Royals hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og er dottið niður í fimmta sæti deildarinnar. Liðið verður því helst að vinna leikinn í kvöld..The gang is getting back together pic.twitter.com/fqPccYWQiA — Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 15, 2019 Portland Thorns er aftur á móti með 22 stig í öðru sæti. Liðið hefur jafnmörg stig og topplið North Carolina Courage en lakari markatölu. Leikurinn í kvöld fær mikla athygli í Bandaríkjunum en það er þó ekki vegna okkar kvenna. Ástæðan er að fimmtán leikmenn sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Frakklandi eru að snúa aftur í þessum leik þar af eru sjö heimsmeistarar úr bandaríska landsliðinu.Finally all back together for the first time since April. Thorns Report: Week 14, presented by @UnitusCCU. #BAONPDXpic.twitter.com/JJzXKGIyQl — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 18, 2019 Bandaríska deildin fór ekki í frí þótt að heimsmeistaramótið væri í gangi og því misstu margir af bestu leikmönnum deildarinnar af leikjum í júní og júlí. Hér fyrir neðan má sjá HM-leikmennina sem snúa aftur í leiknum í nótt:Utah Royals FC Kelley O’Hara, Bandaríkin Christen Press, Bandaríkin Becky Sauerbrunn, Bandaríkin Desiree Scott, Kanada Katie Bowen, Nýja-Sjáland Rachel Corsie, SkotlandPortland Thorns FC Adrianna Franch, Bandaríkin Tobin Heath, Bandaríkin Lindsey Horan, Bandaríkin Emily Sonnett, Bandaríkin Caitlin Foord, Ástralía Hayley Raso, Ástralía Ellie Carpenter, Ástralía Andressinha, Brasilía Christine Sinclair, KanadaWelcome home, champ!pic.twitter.com/C0KWWo57Jd — Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 17, 2019 Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira
Íslensku landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir áttu að mætast í nótt með liðum sínum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta. Af því verður þó ekki. Utah Royals, lið Gunnhildar Yrsu, fær þá Portland Thorns, lið Dagnýjar, í heimsókn á Rio Tinto leikvanginn í Utah. Dagný og Gunnhildur mættust í bandarísku deildinni fyrr í sumar þegar liðin þeirra gerðu markalaust jafntefli. Dagný verður hins vegar ekki með í þessum leik því hún er að gifta sig á Íslandi um þessa helgi. Portland Thorns gat séð á eftir íslensku landsliðskonunni því liðið er að endurheimta fullt af leikmönnum frá HM í Frakklandi. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið í stóru hlutverki allt síðan að hún kom til Utah Royals. Utah Royals hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og er dottið niður í fimmta sæti deildarinnar. Liðið verður því helst að vinna leikinn í kvöld..The gang is getting back together pic.twitter.com/fqPccYWQiA — Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 15, 2019 Portland Thorns er aftur á móti með 22 stig í öðru sæti. Liðið hefur jafnmörg stig og topplið North Carolina Courage en lakari markatölu. Leikurinn í kvöld fær mikla athygli í Bandaríkjunum en það er þó ekki vegna okkar kvenna. Ástæðan er að fimmtán leikmenn sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Frakklandi eru að snúa aftur í þessum leik þar af eru sjö heimsmeistarar úr bandaríska landsliðinu.Finally all back together for the first time since April. Thorns Report: Week 14, presented by @UnitusCCU. #BAONPDXpic.twitter.com/JJzXKGIyQl — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 18, 2019 Bandaríska deildin fór ekki í frí þótt að heimsmeistaramótið væri í gangi og því misstu margir af bestu leikmönnum deildarinnar af leikjum í júní og júlí. Hér fyrir neðan má sjá HM-leikmennina sem snúa aftur í leiknum í nótt:Utah Royals FC Kelley O’Hara, Bandaríkin Christen Press, Bandaríkin Becky Sauerbrunn, Bandaríkin Desiree Scott, Kanada Katie Bowen, Nýja-Sjáland Rachel Corsie, SkotlandPortland Thorns FC Adrianna Franch, Bandaríkin Tobin Heath, Bandaríkin Lindsey Horan, Bandaríkin Emily Sonnett, Bandaríkin Caitlin Foord, Ástralía Hayley Raso, Ástralía Ellie Carpenter, Ástralía Andressinha, Brasilía Christine Sinclair, KanadaWelcome home, champ!pic.twitter.com/C0KWWo57Jd — Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 17, 2019
Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira