Engin Dagný í slag Íslendingaliðanna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 15:30 Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Vísir/Samsett/Getty og EPA Íslensku landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir áttu að mætast í nótt með liðum sínum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta. Af því verður þó ekki. Utah Royals, lið Gunnhildar Yrsu, fær þá Portland Thorns, lið Dagnýjar, í heimsókn á Rio Tinto leikvanginn í Utah. Dagný og Gunnhildur mættust í bandarísku deildinni fyrr í sumar þegar liðin þeirra gerðu markalaust jafntefli. Dagný verður hins vegar ekki með í þessum leik því hún er að gifta sig á Íslandi um þessa helgi. Portland Thorns gat séð á eftir íslensku landsliðskonunni því liðið er að endurheimta fullt af leikmönnum frá HM í Frakklandi. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið í stóru hlutverki allt síðan að hún kom til Utah Royals. Utah Royals hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og er dottið niður í fimmta sæti deildarinnar. Liðið verður því helst að vinna leikinn í kvöld..The gang is getting back together pic.twitter.com/fqPccYWQiA — Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 15, 2019 Portland Thorns er aftur á móti með 22 stig í öðru sæti. Liðið hefur jafnmörg stig og topplið North Carolina Courage en lakari markatölu. Leikurinn í kvöld fær mikla athygli í Bandaríkjunum en það er þó ekki vegna okkar kvenna. Ástæðan er að fimmtán leikmenn sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Frakklandi eru að snúa aftur í þessum leik þar af eru sjö heimsmeistarar úr bandaríska landsliðinu.Finally all back together for the first time since April. Thorns Report: Week 14, presented by @UnitusCCU. #BAONPDXpic.twitter.com/JJzXKGIyQl — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 18, 2019 Bandaríska deildin fór ekki í frí þótt að heimsmeistaramótið væri í gangi og því misstu margir af bestu leikmönnum deildarinnar af leikjum í júní og júlí. Hér fyrir neðan má sjá HM-leikmennina sem snúa aftur í leiknum í nótt:Utah Royals FC Kelley O’Hara, Bandaríkin Christen Press, Bandaríkin Becky Sauerbrunn, Bandaríkin Desiree Scott, Kanada Katie Bowen, Nýja-Sjáland Rachel Corsie, SkotlandPortland Thorns FC Adrianna Franch, Bandaríkin Tobin Heath, Bandaríkin Lindsey Horan, Bandaríkin Emily Sonnett, Bandaríkin Caitlin Foord, Ástralía Hayley Raso, Ástralía Ellie Carpenter, Ástralía Andressinha, Brasilía Christine Sinclair, KanadaWelcome home, champ!pic.twitter.com/C0KWWo57Jd — Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 17, 2019 Fótbolti Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Íslensku landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir áttu að mætast í nótt með liðum sínum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta. Af því verður þó ekki. Utah Royals, lið Gunnhildar Yrsu, fær þá Portland Thorns, lið Dagnýjar, í heimsókn á Rio Tinto leikvanginn í Utah. Dagný og Gunnhildur mættust í bandarísku deildinni fyrr í sumar þegar liðin þeirra gerðu markalaust jafntefli. Dagný verður hins vegar ekki með í þessum leik því hún er að gifta sig á Íslandi um þessa helgi. Portland Thorns gat séð á eftir íslensku landsliðskonunni því liðið er að endurheimta fullt af leikmönnum frá HM í Frakklandi. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið í stóru hlutverki allt síðan að hún kom til Utah Royals. Utah Royals hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og er dottið niður í fimmta sæti deildarinnar. Liðið verður því helst að vinna leikinn í kvöld..The gang is getting back together pic.twitter.com/fqPccYWQiA — Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 15, 2019 Portland Thorns er aftur á móti með 22 stig í öðru sæti. Liðið hefur jafnmörg stig og topplið North Carolina Courage en lakari markatölu. Leikurinn í kvöld fær mikla athygli í Bandaríkjunum en það er þó ekki vegna okkar kvenna. Ástæðan er að fimmtán leikmenn sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Frakklandi eru að snúa aftur í þessum leik þar af eru sjö heimsmeistarar úr bandaríska landsliðinu.Finally all back together for the first time since April. Thorns Report: Week 14, presented by @UnitusCCU. #BAONPDXpic.twitter.com/JJzXKGIyQl — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 18, 2019 Bandaríska deildin fór ekki í frí þótt að heimsmeistaramótið væri í gangi og því misstu margir af bestu leikmönnum deildarinnar af leikjum í júní og júlí. Hér fyrir neðan má sjá HM-leikmennina sem snúa aftur í leiknum í nótt:Utah Royals FC Kelley O’Hara, Bandaríkin Christen Press, Bandaríkin Becky Sauerbrunn, Bandaríkin Desiree Scott, Kanada Katie Bowen, Nýja-Sjáland Rachel Corsie, SkotlandPortland Thorns FC Adrianna Franch, Bandaríkin Tobin Heath, Bandaríkin Lindsey Horan, Bandaríkin Emily Sonnett, Bandaríkin Caitlin Foord, Ástralía Hayley Raso, Ástralía Ellie Carpenter, Ástralía Andressinha, Brasilía Christine Sinclair, KanadaWelcome home, champ!pic.twitter.com/C0KWWo57Jd — Utah Royals FC (@UtahRoyalsFC) July 17, 2019
Fótbolti Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira