Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 24. mars 2019 08:00 Úr leik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum EM 2016. Frakkar unnu leikinn, 5-2. Vísir/Getty Þjálfarar og leikmenn íslenska landsliðsins munu hafa stuttan tíma til að undirbúa sig fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands í París. Leikurinn fer fram á mánudagskvöld en liðið kom til frönsku höfuðborgarinnar í gærkvöldi. Eins og Freyr Alexandersson lýsti í viðtali fyrr í vikunni fengu okkar menn að sofa út í gærmorgun, sælir eftir 2-0 sigur á Andorra kvöldið áður. Það var skylduverk sem tókst að klára með sóma. Áður en haldið var af stað úr Pýreneafjöllunum um miðjan dag í gær tóku leikmenn létta æfingu og þeir sem spiluðu fóru í svokallaða endurheimt. Hópurinn keyrði svo til Barcelona síðdegis, borðaði kvöldmat og flaug til Parísar um kvöldið. Því er æfing íslenska liðsins á Stade de France síðdegis, keppnisvellinum, eina almennilega æfingin fyrir leikinn gegn sjálfum heimsmeisturunum á morgun. Æfingin hefst klukkan 16.30 að íslenskum tíma en blaðamannafundur Íslands er 30 mínútum fyrr. Þar munu að venju þjálfarinn Erik Hamren og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sitja fyrir svörum. Vísir verður vitanlega á staðnum og flytur lesendum sínum fréttir af landsliðinu um leið og þær berast.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Freyr: Ekki kjöraðstæður en stjórnum því sem við getum Ísland hefur mjög knappan tíma til að undirbúa sig fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands. 22. mars 2019 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Þjálfarar og leikmenn íslenska landsliðsins munu hafa stuttan tíma til að undirbúa sig fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands í París. Leikurinn fer fram á mánudagskvöld en liðið kom til frönsku höfuðborgarinnar í gærkvöldi. Eins og Freyr Alexandersson lýsti í viðtali fyrr í vikunni fengu okkar menn að sofa út í gærmorgun, sælir eftir 2-0 sigur á Andorra kvöldið áður. Það var skylduverk sem tókst að klára með sóma. Áður en haldið var af stað úr Pýreneafjöllunum um miðjan dag í gær tóku leikmenn létta æfingu og þeir sem spiluðu fóru í svokallaða endurheimt. Hópurinn keyrði svo til Barcelona síðdegis, borðaði kvöldmat og flaug til Parísar um kvöldið. Því er æfing íslenska liðsins á Stade de France síðdegis, keppnisvellinum, eina almennilega æfingin fyrir leikinn gegn sjálfum heimsmeisturunum á morgun. Æfingin hefst klukkan 16.30 að íslenskum tíma en blaðamannafundur Íslands er 30 mínútum fyrr. Þar munu að venju þjálfarinn Erik Hamren og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sitja fyrir svörum. Vísir verður vitanlega á staðnum og flytur lesendum sínum fréttir af landsliðinu um leið og þær berast.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Freyr: Ekki kjöraðstæður en stjórnum því sem við getum Ísland hefur mjög knappan tíma til að undirbúa sig fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands. 22. mars 2019 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Freyr: Ekki kjöraðstæður en stjórnum því sem við getum Ísland hefur mjög knappan tíma til að undirbúa sig fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands. 22. mars 2019 08:00