Hvetur fólk til að reyna að nýta útrunnin gjafabréf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. desember 2019 19:30 Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna telur tímabært að endurskoða reglur um skilarétt. Flestar kvartanir eftir jólavertíðina eru alla jafna vegna gildistíma gjafabréfa. Fólk streymir nú í verslanir til að skila og skipta jólagjöfum sem misstu marks. Oft er skilafrestur knappur og nær einungis til áramóta. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að alltaf berist eitthvað af kvörtunum vegna skilaréttar eftir jólin. Dregið hafi þó úr fjöldanum. „Þetta var í rauninni miklu verra þegar útsölurnar voru að byrja strax eftir jól, jafnvel á milli jóla og nýárs og verslanir vissu varla sjálfar hvernig ær áttu að fara með málin," segir Brynhildur. Nú þegar útsölur byrja jafnan ekki fyrr en aðra vikuna í janúar virðist svigrúmið til að skila vörum orðið meira. Ekki er fjallað sérstaklega um skilrétt á ógallaðri vöru í lögum og leiðbeinandi reglur frá árinu 2000 eru í gildi. Brynhildur segir þær nokkuð óskýrar og telur endurskoðun tímabæra. „Verslanir geta svolítið sjálfar ákveðið hversu langur þessi frestur á að vera, hvort það megi nota inneignarnótur á útsölum og hvernig þeim málum er háttað," segir hún. Hún segir flestar kvartanir eftir jólavertíðina vera vegna gildistíma á gjafabréfum sem er oft stuttur. „Okkar mat er að það ætti bara að vera fjögur ár, eins og með almennan fyrningarfrest á peningakröfum," segir Brynhildur. „Við hvetjum seljendur til að vera með almennilegan gildistíma og við hvetjum neytendur til að nota gjafabréfin, þrátt fyrir að það standi að þau séu útrunnin. Fara samt til seljenda og fá að nýta bréfið og láta okkur vita ef það gengur ekki," segir Brynhildur. Neytendur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna telur tímabært að endurskoða reglur um skilarétt. Flestar kvartanir eftir jólavertíðina eru alla jafna vegna gildistíma gjafabréfa. Fólk streymir nú í verslanir til að skila og skipta jólagjöfum sem misstu marks. Oft er skilafrestur knappur og nær einungis til áramóta. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að alltaf berist eitthvað af kvörtunum vegna skilaréttar eftir jólin. Dregið hafi þó úr fjöldanum. „Þetta var í rauninni miklu verra þegar útsölurnar voru að byrja strax eftir jól, jafnvel á milli jóla og nýárs og verslanir vissu varla sjálfar hvernig ær áttu að fara með málin," segir Brynhildur. Nú þegar útsölur byrja jafnan ekki fyrr en aðra vikuna í janúar virðist svigrúmið til að skila vörum orðið meira. Ekki er fjallað sérstaklega um skilrétt á ógallaðri vöru í lögum og leiðbeinandi reglur frá árinu 2000 eru í gildi. Brynhildur segir þær nokkuð óskýrar og telur endurskoðun tímabæra. „Verslanir geta svolítið sjálfar ákveðið hversu langur þessi frestur á að vera, hvort það megi nota inneignarnótur á útsölum og hvernig þeim málum er háttað," segir hún. Hún segir flestar kvartanir eftir jólavertíðina vera vegna gildistíma á gjafabréfum sem er oft stuttur. „Okkar mat er að það ætti bara að vera fjögur ár, eins og með almennan fyrningarfrest á peningakröfum," segir Brynhildur. „Við hvetjum seljendur til að vera með almennilegan gildistíma og við hvetjum neytendur til að nota gjafabréfin, þrátt fyrir að það standi að þau séu útrunnin. Fara samt til seljenda og fá að nýta bréfið og láta okkur vita ef það gengur ekki," segir Brynhildur.
Neytendur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira