Innlent

Lög­reglu­maður á­kærður fyrir að finna ekki kanna­bis við hús­leit

Atli Ísleifsson skrifar
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á morgun
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á morgun vísir/vilhelm
Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði í maí síðastliðinn.

RÚV sagði fyrst frá málinu, en málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á morgun.

Úr ákærunni á hendur lögreglumanninum.
Í ákæru segir að lögreglumaðurinn hafi ekki sinnt skyldum sínum, en vökvann var að finna í potti á eldavél.

Hefði átt að framkvæma frekari leit að fíkniefnum í umræddu húsnæði og leggja hald á nærri tvö kíló af kannabisefnum og tvo lítra af kannabisblönduðum vökva.

Aðrir lögreglumenn fundu efnin daginn eftir fyrstu leitina, en lögreglumaðurinn er sagður með háttsemi sinni hafa gerst sekur um stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í störfum sínum.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.