Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. október 2019 18:39 Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn á flugvellinum eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Mennirnir, sem fæddir eru árið 1992 og 1991, voru handteknir um miðja síðustu viku eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af einum þeirra sem leiddi til þess að efnin fundust. „Þetta mál kemur upp 23. október síðastliðinn. Lögreglumenn í almennu umferðareftirliti höfðu hér afskipti af borgara sem leiddi til þess að það var lagt hald á töluvert magn fíkniefna,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn, ásamt tveimur öðrum, voru þá úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um að hafa smyglað efnunum til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða nokkra lítra af amfetamínbasa og rúmlega tvö kíló af kókaíni. „Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og því miður getum við ekki gefið út frekari upplýsingar hvað það varðar,“ segir Jón Halldór.Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft en úr einum lítra er hægt að fá hátt í tólf kíló af amfetamíndufti í þeim styrkleika sem selt er á götunni. Áreiðanlegar heimildir fréttastofu herma að einn mannanna, sem fæddur er árið 1992, sé starfsmaður Airport Associates, og hefur starfað þar í nokkuð mörg ár. Hinir tveir eru fyrrverandi starfsmenn sama fyrirtækis. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan hafi farið í húsleit í húskynnum fyrirtækisins vegna málsins. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn. Rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Ég myndi segja að þessi rannsókn væri vel á veg komin en á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Halldór. Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16. október 2019 19:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn á flugvellinum eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Mennirnir, sem fæddir eru árið 1992 og 1991, voru handteknir um miðja síðustu viku eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af einum þeirra sem leiddi til þess að efnin fundust. „Þetta mál kemur upp 23. október síðastliðinn. Lögreglumenn í almennu umferðareftirliti höfðu hér afskipti af borgara sem leiddi til þess að það var lagt hald á töluvert magn fíkniefna,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn, ásamt tveimur öðrum, voru þá úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um að hafa smyglað efnunum til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða nokkra lítra af amfetamínbasa og rúmlega tvö kíló af kókaíni. „Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og því miður getum við ekki gefið út frekari upplýsingar hvað það varðar,“ segir Jón Halldór.Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft en úr einum lítra er hægt að fá hátt í tólf kíló af amfetamíndufti í þeim styrkleika sem selt er á götunni. Áreiðanlegar heimildir fréttastofu herma að einn mannanna, sem fæddur er árið 1992, sé starfsmaður Airport Associates, og hefur starfað þar í nokkuð mörg ár. Hinir tveir eru fyrrverandi starfsmenn sama fyrirtækis. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan hafi farið í húsleit í húskynnum fyrirtækisins vegna málsins. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn. Rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Ég myndi segja að þessi rannsókn væri vel á veg komin en á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Halldór.
Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16. október 2019 19:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16. október 2019 19:30